Þá heyrum við í forstjóra Landspítalans, Landvernd og formanni Öryrkjasambandsins um áherslur í stjórnarsáttmálanum. Framkvæmdastjóri Landverndar er vonsvikinn og segir náttúru Íslands fjarverandi í sáttmálanum.
Einnig fylgjum við sóttvarnalækni í örvunarbólusetningu og ræðum við hann um ómíkrón afbrigðið sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur þungar áhyggjur af. Hann segir enn ekki ljóst hversu vel bóluefnin virka á afbrigðið.
Þá heyrum við í gangandi vegfarendum um lýsingu á götum borgarinnar og skoðum veggjalist í íbúðarhverfum.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.