Hvað á stjórnin að heita? Snorri Másson skrifar 29. nóvember 2021 12:07 Yfirleitt var vísað til síðustu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur einfaldlega með nafni forsætisráðherrans. Önnur gælunöfn reyndust óeftirminnileg og skammlíf. Spurningin er núna hvort annars ráðuneytis Katrínar bíði sömu örlög. Vísir/Vilhelm Ný vika, ný ríkisstjórn, en hvað á barnið að heita? Það er of snemmt að segja en gárungarnir eru að vonum farnir af stað með nafngiftirnar. Það er meðal annars í athugasemdum á Facebook hjá Vilhjálmi Árnasyni þingmanni, sem innir þar vini sína álits á aðventustjórninni, eins og hann kallar hana. Jú, aðventustjórnin er fín, segir Gísli Freyr Valdórsson, enda aðventan aðeins fjórar vikur. Jólastjórnin, leggur Björn Leví Gunnarsson til, með þrettán jólasveina innanborðs. Höfuðborgarstjórnin segir sá þriðji og þar er vísað til þeirrar staðreyndar að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru á suðvesturhorni landsins. Þórdís Kolbrún er ein ráðherra úr Norðvesturkjördæmi en enginn ráðherra er úr Norðaustur. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata viðrar enn aðra hugmynd í samtali við fréttastofu. „Ég myndi frekar kalla hana hringekjustjórn. Hún byggir á þessari hringekju sem yfirkjörstjórnin í Norðvesturkjördæmi setti af stað og er núna í dag með alveg svimandi hringekju ráðherra, þannig að það fyndist mér réttnefni,“ segir Andrés, sem telur sinn gamla flokk Vinstri græna illa leikna í nýju stjórnarsamstarfi. „Ég veit ekki hvaða umhverfissinni getur verið ánægður með Guðlaug Þór“ Stjórnarandstaðan er gagnrýnin á hvort tveggja ráðherraskipan nýrrar ríkisstjórnar og samstarfssáttmála hennar. Báknið heldur áfram að vaxa, segir einn, stjórn án pólitísks erindis, segir annar - og ráðuneytaskipting sem virðist hafa fæðst á töflufundi hjá ráðgjafarfyrirtæki, segir sá þriðji. Andrés heldur áfram: „Flokkurinn gefur eftir heilbrigðismálin og umhverfismálin, sem voru stóru mál síðasta kjörtímabils og umhverfismál verða stóra mál þessa kjörtímabils. Þannig að ég veit ekki hvaða umhverfissinni getur verið ánægður með Guðlaug Þór sem fulltrúa þeirra atkvæða í umhverfisráðuneytinu,“ segir Andrés. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingar skrifar á Twitter að ráðuneyti ríkisstjórnarinnar virðist hafa fæðst á töflufundi hjá ráðgjafafyrirtæki. Ríkisstjórnin er eins og áhorfandi í þessu öllu saman. Eins og þau hafi fengið utanaðkomandi ráðgjafa til að hjálpa þeim með framsetningu á vandanum en það kemur lítið efnislega um aðgerðir frá þeim sjálfum. “Corporate culture” þessarar ríkisstjórnar náði hámarki í dag. Þessi ráðuneyti hafa fæðst á töflufundi hjá ráðgjafafyrirtæki. Pólitíkin er fokin fyrir “lean” nálgun í rekstri samfélags. #þverpólitísksýn— Kristrún Frostadóttir (@KristrunFrosta) November 28, 2021 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kallar stjórnina „woke“ kerfisstjórn í Morgunblaðinu í dag. „Woke“ er það yfirleitt kallað að vera sérstaklega vakandi fyrir nýjustu hræringum ímyndarstjórnmálanna. Bergþór Ólason hinn þingmaður Miðflokksins fer ekki mikið fagrari orðum um stjórnarsáttmálann. „Fyrst er það að segja að manni sýnist á öllu að það sem í daglegu tali er kallað báknið muni áfram vaxa í tíð þessarar nýju ríkisstjórnar sem og á síðasta kjörtímabili. Það virðist hafa verið sett töluverð vinna í að tryggja að hægt væri að púsla sætunum saman við kosningaúrslitin í staðinn fyrir að ríkisstjórnin væri mynduð um þau málefni sem á að hafa fókus á. Það verður auðvitað ekki tekið nema úr vösum skattgreiðenda,“ segir Bergþór. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Það er meðal annars í athugasemdum á Facebook hjá Vilhjálmi Árnasyni þingmanni, sem innir þar vini sína álits á aðventustjórninni, eins og hann kallar hana. Jú, aðventustjórnin er fín, segir Gísli Freyr Valdórsson, enda aðventan aðeins fjórar vikur. Jólastjórnin, leggur Björn Leví Gunnarsson til, með þrettán jólasveina innanborðs. Höfuðborgarstjórnin segir sá þriðji og þar er vísað til þeirrar staðreyndar að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru á suðvesturhorni landsins. Þórdís Kolbrún er ein ráðherra úr Norðvesturkjördæmi en enginn ráðherra er úr Norðaustur. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata viðrar enn aðra hugmynd í samtali við fréttastofu. „Ég myndi frekar kalla hana hringekjustjórn. Hún byggir á þessari hringekju sem yfirkjörstjórnin í Norðvesturkjördæmi setti af stað og er núna í dag með alveg svimandi hringekju ráðherra, þannig að það fyndist mér réttnefni,“ segir Andrés, sem telur sinn gamla flokk Vinstri græna illa leikna í nýju stjórnarsamstarfi. „Ég veit ekki hvaða umhverfissinni getur verið ánægður með Guðlaug Þór“ Stjórnarandstaðan er gagnrýnin á hvort tveggja ráðherraskipan nýrrar ríkisstjórnar og samstarfssáttmála hennar. Báknið heldur áfram að vaxa, segir einn, stjórn án pólitísks erindis, segir annar - og ráðuneytaskipting sem virðist hafa fæðst á töflufundi hjá ráðgjafarfyrirtæki, segir sá þriðji. Andrés heldur áfram: „Flokkurinn gefur eftir heilbrigðismálin og umhverfismálin, sem voru stóru mál síðasta kjörtímabils og umhverfismál verða stóra mál þessa kjörtímabils. Þannig að ég veit ekki hvaða umhverfissinni getur verið ánægður með Guðlaug Þór sem fulltrúa þeirra atkvæða í umhverfisráðuneytinu,“ segir Andrés. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingar skrifar á Twitter að ráðuneyti ríkisstjórnarinnar virðist hafa fæðst á töflufundi hjá ráðgjafafyrirtæki. Ríkisstjórnin er eins og áhorfandi í þessu öllu saman. Eins og þau hafi fengið utanaðkomandi ráðgjafa til að hjálpa þeim með framsetningu á vandanum en það kemur lítið efnislega um aðgerðir frá þeim sjálfum. “Corporate culture” þessarar ríkisstjórnar náði hámarki í dag. Þessi ráðuneyti hafa fæðst á töflufundi hjá ráðgjafafyrirtæki. Pólitíkin er fokin fyrir “lean” nálgun í rekstri samfélags. #þverpólitísksýn— Kristrún Frostadóttir (@KristrunFrosta) November 28, 2021 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kallar stjórnina „woke“ kerfisstjórn í Morgunblaðinu í dag. „Woke“ er það yfirleitt kallað að vera sérstaklega vakandi fyrir nýjustu hræringum ímyndarstjórnmálanna. Bergþór Ólason hinn þingmaður Miðflokksins fer ekki mikið fagrari orðum um stjórnarsáttmálann. „Fyrst er það að segja að manni sýnist á öllu að það sem í daglegu tali er kallað báknið muni áfram vaxa í tíð þessarar nýju ríkisstjórnar sem og á síðasta kjörtímabili. Það virðist hafa verið sett töluverð vinna í að tryggja að hægt væri að púsla sætunum saman við kosningaúrslitin í staðinn fyrir að ríkisstjórnin væri mynduð um þau málefni sem á að hafa fókus á. Það verður auðvitað ekki tekið nema úr vösum skattgreiðenda,“ segir Bergþór.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira