Innlent

Fjórir á gjör­gæslu­deild vegna Co­vid-19 og allir í öndunar­vél

Atli Ísleifsson skrifar
23 starfsmenn Landspítala eru nú í einangrun, 23 í sóttkví og 237 í vinnusóttkví.
23 starfsmenn Landspítala eru nú í einangrun, 23 í sóttkví og 237 í vinnusóttkví. Vísir/Vilhelm

Allir þeir fjórir sem nú eru á gjörgæsludeild vegna Covid-19 eru nú í öndunarvél.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landspítala, en alls eru nú tuttugu sjúklingar inniliggjandi á Landspítala vegna Covid-19. Fjórir voru á gjölrgæsludeild í gær og þar af tveir í öndunarvél. 

Þar kemur einnig frá að skimunum á geðdeildum spítalans sé nú lokið vegna smita sem þar komu upp í síðustu viku og greindust alls þrír sjúkingar og fimm starfsmenn.

„Þá er lokið skimunum á heila-, tauga og bæklunarskurðdeild vegna smits sem greindist hjá inniliggjandi sjúklingi. Engin dreifing varð.

Skimanir á bæklunarskurðdeild og í Skaftahlíð hafa ennfremur ekki leitt í ljós dreifingu.“

23 starfsmenn Landspítala eru nú í einangrun, 23 í sóttkví og 237 í vinnusóttkví.


Tengdar fréttir

126 greindust innan­lands í gær

126 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 67 af þeim 126 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 53 prósent. 59 voru utan sóttkvíar, eða 47 prósent.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.