Bíó og sjónvarp

Ný stikla sýnir að Kóngu­lóar­mannsins bíður ærið verk­efni

Atli Ísleifsson skrifar
Tom Holland fer með hlutverk Kóngulóarmannsins í myndinni Spider-Man: No Way Home sem frumsýnd verður 17. desember.
Tom Holland fer með hlutverk Kóngulóarmannsins í myndinni Spider-Man: No Way Home sem frumsýnd verður 17. desember.

Ný stikla fyrir stórmyndina Spider-Man: No Way Home var frumsýnd í nótt og má sjá að Kóngulóarmanninum bíður ærið verkefni við að bjarga málunum.

Mánuður er nú í frumsýningu myndarinnar, en það er leikarinn Tom Holland sem bregður sér aftur í hlutverk ofurhetjunnar.

Í lok síðustu myndar um Kóngulóarmanninn frá 2019, Spider-Man: Far From Home, var ofurhetjan afhjúpuð og í nýjustu myndinni, No Way Home, leitar hann á náðir Doctor Strange í túlkun Benedict Cumberbatch. 

En málin virðast svo þróast á þann veg að Kóngulóarmaðurinn mun þurfa að kljást við mikinn fjölda erkióvina sinna á sama tíma – Græna púkann, Otto Octavius, Sandmanninn, Eðluna og Electro.

Sjá má stikluna að neðan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.