Fótbolti

Dani Alves snúinn aftur til Barcelona

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Brasilíumaðurinn Dani Alves hefur unnið ófáa titla með Barcelona.
Brasilíumaðurinn Dani Alves hefur unnið ófáa titla með Barcelona. Vísir/EPA

Hinn 38 ára Dani Alves hefur náð samkomulagi við sitt fyrrum félag, Barcelona, um að leika með liðinu út tímabilið. Hann mun byrja að æfa með liðinu í næstu viku, en má ekki spila fyrr en í janúar.

Frá þessu er greint á opinberri heimasíðu Barcelona, en Alves er því fyrsti leikmaðurinn sem nýi stjóri félagsins, Xavi Hernandez, fær til liðs við Börsunga. Xavi og Alves léku á sínum tíma saman með liðinu í sjö ár.

Dani Alves lék með Börsungum í átta ár frá árinu 2008 til 2016 og vann hvorki meira né minna en 23 tilta með félaginu, þar á meðal spænsku deildina sex sinnum og Meistaradeild Evrópu þrisvar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.