Gömul NBA stjarna ætlar að slást við gamla NFL stjörnu í hringnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2021 15:00 Deron Williams og Frank Gore frá þeim dögum sem þeir spiluðu í NBA og NFL. Samsett/Getty Þeir eru kannski hættir að spila í NBA og NFL en voru aftur á móti tilbúnir að prufa hvernig þeir koma út í nýrri íþrótt. Showtime ætlar nefnilega ekki bara að bjóða upp á bardaga Jake Paul og Tommy Fury í næsta mánuði heldur var annar athyglisverður bardagi kynntur í gær. Deron Williams, fyrrum leikstjórnandi í NBA-deildinni til margra ára, og NFL-hlauparinn Frank Gore munu líka mætast þá í hnefaleikahringnum. Bardagakvöldið verður 18. desember næstkomandi í Amalie Arena í Tampa. ESPN Sources: Three-time NBA All-Star Deron Williams is fighting longtime NFL running back Frank Gore in a four-round heavyweight bout on Showtime s PPV undercard of Jake Paul vs. Tommy Fury on Dec. 18 at Amalie Arena in Tampa.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) November 9, 2021 Hinn 37 ára gamli Deron Williams hefur lengi haft áhuga á öllum bardagaíþróttum og hefur æft blandaðar bardagaíþróttir í langan tíma. Hann er meðeigandi í MMA líkamsræktarsal í Dallas og þar mun hann æfa sig fyrir bardagann. Williams var þrisvar sinnum valinn í Stjörnuleikinn en hann var þá leikmaður Utah Jazz og Brooklyn Nets. Hann vann líka Ólympíugull með bandaríska landsliðinu bæði 2008 og 2012. Williams lék alls 845 leiki í NBA-deildinni og var í þeim með 16,3 stig og 8,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Hinn 38 ára gamli Frank Gore komst á sínum tíma í fimm Pro Bowl leiki og er í þriðja sæti í sögu NFL yfir flesta hlaupajarda. Hann fór alls sextán þúsund jarda með boltann í höndunum. Gore lék í sextán tímabil í NFL-deildinni, lengst af með San Francisco 49ers en síðast með New York Jets 2020 tímabilið. „Ég er mjög spenntur fyrir þessum bardaga og get ekki beðið eftir því að sýna fólki hvað ég hef verið að vinna í. Hnefaleikar æsa mig upp og búist við flugeldum 18. desember,“ sagði Frank Gore. NFL NBA Box Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sjá meira
Showtime ætlar nefnilega ekki bara að bjóða upp á bardaga Jake Paul og Tommy Fury í næsta mánuði heldur var annar athyglisverður bardagi kynntur í gær. Deron Williams, fyrrum leikstjórnandi í NBA-deildinni til margra ára, og NFL-hlauparinn Frank Gore munu líka mætast þá í hnefaleikahringnum. Bardagakvöldið verður 18. desember næstkomandi í Amalie Arena í Tampa. ESPN Sources: Three-time NBA All-Star Deron Williams is fighting longtime NFL running back Frank Gore in a four-round heavyweight bout on Showtime s PPV undercard of Jake Paul vs. Tommy Fury on Dec. 18 at Amalie Arena in Tampa.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) November 9, 2021 Hinn 37 ára gamli Deron Williams hefur lengi haft áhuga á öllum bardagaíþróttum og hefur æft blandaðar bardagaíþróttir í langan tíma. Hann er meðeigandi í MMA líkamsræktarsal í Dallas og þar mun hann æfa sig fyrir bardagann. Williams var þrisvar sinnum valinn í Stjörnuleikinn en hann var þá leikmaður Utah Jazz og Brooklyn Nets. Hann vann líka Ólympíugull með bandaríska landsliðinu bæði 2008 og 2012. Williams lék alls 845 leiki í NBA-deildinni og var í þeim með 16,3 stig og 8,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Hinn 38 ára gamli Frank Gore komst á sínum tíma í fimm Pro Bowl leiki og er í þriðja sæti í sögu NFL yfir flesta hlaupajarda. Hann fór alls sextán þúsund jarda með boltann í höndunum. Gore lék í sextán tímabil í NFL-deildinni, lengst af með San Francisco 49ers en síðast með New York Jets 2020 tímabilið. „Ég er mjög spenntur fyrir þessum bardaga og get ekki beðið eftir því að sýna fólki hvað ég hef verið að vinna í. Hnefaleikar æsa mig upp og búist við flugeldum 18. desember,“ sagði Frank Gore.
NFL NBA Box Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sjá meira