Hefur ekki trú á því að lausagöngubannið verði að veruleika Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. nóvember 2021 22:33 Ef bannið nær endanlega fram að ganga mun þessi kettlingur ekki fá að ferðast frjáls um götur Akureyrarbæjar frá og með 2025. Vísir Ragnheiður Gunnarsdóttir, forstöðukona Kisukots á Akureyri, hefur ekki mikla trú á því að fyrirhugað bann við lausagöngukatta innan bæjarfélagsins verði að veruleika. Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti á fundi sínum á dögunum að banna lausagöngu katta í bænum frá 1. janúar 2025. Miklar umræður hafa skapast um málið og eru skiptar skoðanir á því hvort að bannið eigi rétt á sér eða ekki. Ein af þeim sem telur að bannið sé misráðið er Ragnheiður, sem um árabil hefur séð um Kisukot, athvarf fyrir ketti á Akureyri. Hún telur að nær hefði verið að framfylgja betur þeim reglum sem þegar eru í gildi. „Ég er allavega ekki sátt við þetta. Það voru eða eru ágætis reglur í bænum um kattahald sem hefur mjög lítið eða eiginlega ekkert verið fylgt eftir, til dæmis að loka ketti inn á varptíma og fleira svona sem hefði verið hægt að fara eftir. Gera það frekar heldur en að herða þetta,“ sagði Ragnheiður í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ragnheiður hélt á nokkra vikna kettlingi í viðtalinu, en bannið mun að öllum líkindum ná til hans eftir rúm þrjú ár. „Svona eins og staðan er núna er honum örugglega sama, en kannski þegar hann verður eldra þá er spurning hvað honum finnst. Það eru ekkert allar kisur sem verða sáttar við að verða lokaðar inni því miður.“ Hvernig brýst það út? „Ýmiskonar hegðunarvandamál, þeir geta farið að pissa inni, þetta getur valdið streitu, þvagfærasýkingum. Dýralæknar hafa einmitt nefnt þetta. Þetta kom fram í ályktun frá Dýralæknafélaginu. Það eru alls konar vandamál sem geta komið upp, offita katta líka.“ Segir Ragnheiður að í ljósi þess að lítið hafi verið gert til að framfylgja núgildandi reglum um kattahald í bænum eigi hún erfitt að sjá hvernig bærinn ætli að framfylgja hertum reglum. „Ég býst við að þeir myndu þurfa að ráða til fólk til þess því að þetta er svolítið mikil vinna. Ég veit ekki hvernig þeir ætla að fara að því, en ég held að það þurfi nokkrar manneskjur til þess að sjá um að veita þá ketti sem verða lausir í bænum,“ segir Ragnheiður. Aðspurð um hvort að hún hefði trú á því að bannið muni í raun og veru taka gildi var svarið einfalt. „Nei.“ Akureyri Dýr Stjórnsýsla Kettir Tengdar fréttir Bjóða útiketti velkomna á Blönduósi: „Ég botna ekkert í félögum mínum á Akureyri“ „Sum sveitarfélög halda kattaskrá. Ekki öll birta hana á netinu. En það gerir Blönduós og nú langar mig að heimsækja allar kisurnar á Blönduósi. Myndi byrja hjá Snöru Snar.“ 8. nóvember 2021 18:32 „Frelsi katta skiptir meira máli en frelsissvipting barns“ „Hvers vegna þegir samfélagið yfir ofbeldi gegn barni en brjálast yfir kynferðisofbeldi? Ekki misskilja mig - ég vil að samfélagið brjálist yfir kynferðisofbeldi. En ég vil líka að það brjálist yfir ofbeldi gegn barni af hálfu kennara!!!“ 7. nóvember 2021 14:26 Dýralæknar harma lausagöngubann á ketti nyrðra Dýralæknafélag Íslands segist harma ákvörðun Akureyrarbæjar um að banna lausagöngu katta innan bæjarfélagsins en þetta kemur fram í ályktun sem var send á bæjarstjórn Akureyrarbæjar. 5. nóvember 2021 20:02 Tekist á um ákvörðun bæjarstjórnar: „Margir sem fagna og aðrir sem gráta“ Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bæjarfélaginu frá 1. janúar 2025. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir að málið hafi ekki verið rætt almennilega og segir það hafa verið mögulegt að koma í veg fyrir bann. 3. nóvember 2021 13:30 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Sjá meira
Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti á fundi sínum á dögunum að banna lausagöngu katta í bænum frá 1. janúar 2025. Miklar umræður hafa skapast um málið og eru skiptar skoðanir á því hvort að bannið eigi rétt á sér eða ekki. Ein af þeim sem telur að bannið sé misráðið er Ragnheiður, sem um árabil hefur séð um Kisukot, athvarf fyrir ketti á Akureyri. Hún telur að nær hefði verið að framfylgja betur þeim reglum sem þegar eru í gildi. „Ég er allavega ekki sátt við þetta. Það voru eða eru ágætis reglur í bænum um kattahald sem hefur mjög lítið eða eiginlega ekkert verið fylgt eftir, til dæmis að loka ketti inn á varptíma og fleira svona sem hefði verið hægt að fara eftir. Gera það frekar heldur en að herða þetta,“ sagði Ragnheiður í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ragnheiður hélt á nokkra vikna kettlingi í viðtalinu, en bannið mun að öllum líkindum ná til hans eftir rúm þrjú ár. „Svona eins og staðan er núna er honum örugglega sama, en kannski þegar hann verður eldra þá er spurning hvað honum finnst. Það eru ekkert allar kisur sem verða sáttar við að verða lokaðar inni því miður.“ Hvernig brýst það út? „Ýmiskonar hegðunarvandamál, þeir geta farið að pissa inni, þetta getur valdið streitu, þvagfærasýkingum. Dýralæknar hafa einmitt nefnt þetta. Þetta kom fram í ályktun frá Dýralæknafélaginu. Það eru alls konar vandamál sem geta komið upp, offita katta líka.“ Segir Ragnheiður að í ljósi þess að lítið hafi verið gert til að framfylgja núgildandi reglum um kattahald í bænum eigi hún erfitt að sjá hvernig bærinn ætli að framfylgja hertum reglum. „Ég býst við að þeir myndu þurfa að ráða til fólk til þess því að þetta er svolítið mikil vinna. Ég veit ekki hvernig þeir ætla að fara að því, en ég held að það þurfi nokkrar manneskjur til þess að sjá um að veita þá ketti sem verða lausir í bænum,“ segir Ragnheiður. Aðspurð um hvort að hún hefði trú á því að bannið muni í raun og veru taka gildi var svarið einfalt. „Nei.“
Akureyri Dýr Stjórnsýsla Kettir Tengdar fréttir Bjóða útiketti velkomna á Blönduósi: „Ég botna ekkert í félögum mínum á Akureyri“ „Sum sveitarfélög halda kattaskrá. Ekki öll birta hana á netinu. En það gerir Blönduós og nú langar mig að heimsækja allar kisurnar á Blönduósi. Myndi byrja hjá Snöru Snar.“ 8. nóvember 2021 18:32 „Frelsi katta skiptir meira máli en frelsissvipting barns“ „Hvers vegna þegir samfélagið yfir ofbeldi gegn barni en brjálast yfir kynferðisofbeldi? Ekki misskilja mig - ég vil að samfélagið brjálist yfir kynferðisofbeldi. En ég vil líka að það brjálist yfir ofbeldi gegn barni af hálfu kennara!!!“ 7. nóvember 2021 14:26 Dýralæknar harma lausagöngubann á ketti nyrðra Dýralæknafélag Íslands segist harma ákvörðun Akureyrarbæjar um að banna lausagöngu katta innan bæjarfélagsins en þetta kemur fram í ályktun sem var send á bæjarstjórn Akureyrarbæjar. 5. nóvember 2021 20:02 Tekist á um ákvörðun bæjarstjórnar: „Margir sem fagna og aðrir sem gráta“ Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bæjarfélaginu frá 1. janúar 2025. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir að málið hafi ekki verið rætt almennilega og segir það hafa verið mögulegt að koma í veg fyrir bann. 3. nóvember 2021 13:30 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Sjá meira
Bjóða útiketti velkomna á Blönduósi: „Ég botna ekkert í félögum mínum á Akureyri“ „Sum sveitarfélög halda kattaskrá. Ekki öll birta hana á netinu. En það gerir Blönduós og nú langar mig að heimsækja allar kisurnar á Blönduósi. Myndi byrja hjá Snöru Snar.“ 8. nóvember 2021 18:32
„Frelsi katta skiptir meira máli en frelsissvipting barns“ „Hvers vegna þegir samfélagið yfir ofbeldi gegn barni en brjálast yfir kynferðisofbeldi? Ekki misskilja mig - ég vil að samfélagið brjálist yfir kynferðisofbeldi. En ég vil líka að það brjálist yfir ofbeldi gegn barni af hálfu kennara!!!“ 7. nóvember 2021 14:26
Dýralæknar harma lausagöngubann á ketti nyrðra Dýralæknafélag Íslands segist harma ákvörðun Akureyrarbæjar um að banna lausagöngu katta innan bæjarfélagsins en þetta kemur fram í ályktun sem var send á bæjarstjórn Akureyrarbæjar. 5. nóvember 2021 20:02
Tekist á um ákvörðun bæjarstjórnar: „Margir sem fagna og aðrir sem gráta“ Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bæjarfélaginu frá 1. janúar 2025. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir að málið hafi ekki verið rætt almennilega og segir það hafa verið mögulegt að koma í veg fyrir bann. 3. nóvember 2021 13:30
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent