Erlent

Flokkur Kis­hida náði hreinum meiri­hluta

Atli Ísleifsson skrifar
Fumio Kishida fagnar niðurstöðum kosninganna til neðri deildar japanska þingsins.
Fumio Kishida fagnar niðurstöðum kosninganna til neðri deildar japanska þingsins. AP

Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, hefur lýst yfir sigri eftir þingkosningar sem fram fóru í landinu í gær. Stjórnarflokkurinn, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, vann mikinn sigur og tryggði sér hreinan meirihluta á þingi.

Kishida, sem tók sjálfur við embætti forsætisráðherra fyrir um mánuði, og flokkur hans tryggðu sér að minnsta kosti 261 þingsæti sem dugar til að stjórna landinu án stuðningsflokksins Komeito.

Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hefur verið ráðandi í japönskum stjórnmálum svo áratugum skiptir, en sætt gagnrýni síðustu misserin í tengslum við viðbrögð japanskra stjórnvalda við heimsfaraldri kórónuveirunnar.

Forveri Kishida, Yoshihide Suga, lét af embætti formanns Frjálslynda lýðræðisflokksins og þar með forsætisráðherra í haust eftir einungis um árs valdatíð.

BBC greinir frá því að hinn 64 ára Kishida hafði lengi haft augastað á forsætisráðherraembættinu en hann hafði áður farið með embætti ráðherra utanríkismála á árunum 2012 til 2017.


Tengdar fréttir

Þingi slitið í Japan og kosið fyrir lok mánaðar

Fumio Kishida, nýr forsætisráðherra Japans, leysti upp neðri deild japanska þingsins í dag en hann ætlar að boða til þingkosninga 31. október. Aðeins tíu dagar eru síðan þingið kaus Kishida sem forsætisráðherra en hann segist nú leita að umboði til að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd.

Kis­hida stað­festur í em­bætti for­sætis­ráð­herra

Fumio Kishida hefur tekið við sem nýr forsætisráðherra Japans. Kishida var kjörinn formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins í síðustu viku og samþykkti meirihluti japanska þingsins Kishida svo sem forsætisráðherra í morgun.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.