Hestakona fær skertar bætur vegna ölvunar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. október 2021 14:56 Hestakonan var talin hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi. Vísir/Vilhelm Hestakona krafðist þess að henni yrðu greiddar fullar bætur vegna líkamstjóns sem hún hlaut eftir fall af hestbaki. Tryggingarfélagið féllst ekki á það og taldi nærri lagi að greiða henni 1/3 hluta tjónsins. Konan féll af hestbaki þegar hún var í reiðtúr með félögum sínum. Hún höfuðkúpubrotnaði við fallið, hlaut tognun á hálsi og mjóbaki auk maráverka á rófubeini. Lögreglumenn sem komu á vettvang sögðu hana hafa kastað upp og hafa verið illa áttuð eftir fallið. Tryggingarfélagið bar fyrir sig að konan hafi verið ölvuð í umrætt sinn og sýnt af sér stórkostlegt gáleysi. Henni eigi að hafa verið ljós hættan sem gæti hlotist af því að fara á hestbak í ölvunarástandi. Þannig hafi hún sýnt skeytingarleysi um eigið öryggi, enda ætti öllum að vera ljóst að varasamt geti verið að fara á hestbak í ölvunarástandi. Vínandi í blóði 2,38 prómill Héraðsdómari taldi að VÍS bæri að greiða konunni fullar bætur. VÍS undi ekki niðurstöðunni og fór með málið fyrir Landsrétt. Hestakonan vildi staðfestingu á hinum áfrýjaða dómi en VÍS krafðist þess að þurfa einungis að greiða 1/3 af bótunum. Landsréttur fór milliveginn í málinu og taldi hestakonuna eiga að bera helming tjóns síns sjálf. Í niðurstöðu dómsins var meðal annars vísað til ölvunar konunnar en vínandi í blóði mældist 2,38 prómill. Hins vegar væri rétt að horfa til þess að hesturinn hafi fælst enda hafi hrossið farið á harðahlaupum í burtu eftir slysið. Landsréttur taldi því að rekja mætti orsakir slyssins að hluta til utanaðkomandi áreitis, en ekki einungis til ölvunarástands hestakonunnar. Dómsmál Tryggingar Hestar Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Konan féll af hestbaki þegar hún var í reiðtúr með félögum sínum. Hún höfuðkúpubrotnaði við fallið, hlaut tognun á hálsi og mjóbaki auk maráverka á rófubeini. Lögreglumenn sem komu á vettvang sögðu hana hafa kastað upp og hafa verið illa áttuð eftir fallið. Tryggingarfélagið bar fyrir sig að konan hafi verið ölvuð í umrætt sinn og sýnt af sér stórkostlegt gáleysi. Henni eigi að hafa verið ljós hættan sem gæti hlotist af því að fara á hestbak í ölvunarástandi. Þannig hafi hún sýnt skeytingarleysi um eigið öryggi, enda ætti öllum að vera ljóst að varasamt geti verið að fara á hestbak í ölvunarástandi. Vínandi í blóði 2,38 prómill Héraðsdómari taldi að VÍS bæri að greiða konunni fullar bætur. VÍS undi ekki niðurstöðunni og fór með málið fyrir Landsrétt. Hestakonan vildi staðfestingu á hinum áfrýjaða dómi en VÍS krafðist þess að þurfa einungis að greiða 1/3 af bótunum. Landsréttur fór milliveginn í málinu og taldi hestakonuna eiga að bera helming tjóns síns sjálf. Í niðurstöðu dómsins var meðal annars vísað til ölvunar konunnar en vínandi í blóði mældist 2,38 prómill. Hins vegar væri rétt að horfa til þess að hesturinn hafi fælst enda hafi hrossið farið á harðahlaupum í burtu eftir slysið. Landsréttur taldi því að rekja mætti orsakir slyssins að hluta til utanaðkomandi áreitis, en ekki einungis til ölvunarástands hestakonunnar.
Dómsmál Tryggingar Hestar Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira