Giftist almúgamanni og missti um leið konunglega tign sína Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2021 07:40 Mako og Kei Komuro ræða við blaðamenn á fundi á hóteli í Tókýó fyrr í dag. AP Mako Japansprinsessa giftist í dag æskuástinni sinni, Kei Komuro, og missti þá um leið konunglega tign sína. Samkvæmt japönskum lögum afsala konur úr keisarafjölskyldu landsins konunglegri tign, ákveði þær að giftast „almúgamanni“. Hið sama á þó ekki við um karlkyns meðlimi japönsku keisarafjölskyldunnar. Hin þrítuga Mako er dóttir Fumihito, krónprins Japans og bróður Naruhito keisara, og Kiko prinsessu. Mako ákvað jafnframt að sleppa öllum þeim siðum sem vanalega eru viðhafðir í konunglegum brúðkaupum og þá afþakkaði hún eingreiðslu sem keisarahöllinn býður konum úr keisarafjölskyldunni sem afsala sér konunglegri tign með því að giftast almúgamanni. Mako er fyrsti kvenkyns meðlimur japönsku keisarafjölskyldunnar sem gerir hvort tveggja. Búist er við að hjónakornin flytjist búferlum til Bandaríkjanna þar sem Komuro starfar sem lögmaður. „Harry og Meghan Japans“ Japanskir fjölmiðlar hafa fylgst grannt með sambandi þeirra Mako og Komuro og hafa margir líkt málinu við vendingarnar í kringum Harry Bretaprins og Meghan Markle og hjónaband þeirra og þá sér í lagi ákvörðun Harrys að hverfa úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar og flytjast til Norður-Ameríku. Kastljósi fjölmiðla hefur meðal annars beinst að hárgreiðslu Komuro sem var sérstaklega gagnrýndur fyrir að vera með hárið í tagli þegar hann sneri aftur til Japans. Telja margir að slíkt sé ekki samboðið manni sem hyggst ganga að eiga prinsessu. Mako veifar til ljósmyndara þegar hún yfirgefur Akasakahöll í Tókýó fyrr í dag.AP Á fréttamannafundi fyrr í dag baðst Mako afsökunar á því er hjónaband hennar hafi valdið öðrum vandræðum. Hún sé þakklát þeim sem hafi stutt við bakið á henni og eiginmanni sínum. „Fyrir mig, þá er Kei óbætanlegur. Hjónaband var nauðsynlegt val fyrir okkur,“ sagði Mako. Kei bætti því við að hann elskaði Mako og vildi verja lífinu með henni. Trúlofuðust 2017 BBC segir frá því að Mako prinsessa hafi yfirgefið íbúð sína í höfuðborginni Tókýó klukkan tíu að staðartíma í morgun til að ganga að eiga Komuro. Hún hafi hneigt sig fyrir foreldrum sínum og faðmað yngri systur sína áður en hún hvarf á braut. Þau Mako og Komuro trúlofuðust árið 2017 og upphaflega stóð til að þau myndu ganga í hjónaband ári síðar. Brúðkaupinu var hins vegar frestað vegna fullyrðinga um að móðir Komuro ætti í fjárhagsvandræðum og hafi ekki endurgreitt fyrrverandi unnusta lán sem hún hafi fengið hjá honum. Keistarahöllin hafnaði því að frestun brúðkaupsins mætti rekja til þess máls, en Fumihito krónprins sagði þó að mikilvægt væri að ganga frá lausum endum varðandi fjármál, áður en þau Mako og Komuro gengu í hjónaband. Japan Kóngafólk Ástin og lífið Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira
Hin þrítuga Mako er dóttir Fumihito, krónprins Japans og bróður Naruhito keisara, og Kiko prinsessu. Mako ákvað jafnframt að sleppa öllum þeim siðum sem vanalega eru viðhafðir í konunglegum brúðkaupum og þá afþakkaði hún eingreiðslu sem keisarahöllinn býður konum úr keisarafjölskyldunni sem afsala sér konunglegri tign með því að giftast almúgamanni. Mako er fyrsti kvenkyns meðlimur japönsku keisarafjölskyldunnar sem gerir hvort tveggja. Búist er við að hjónakornin flytjist búferlum til Bandaríkjanna þar sem Komuro starfar sem lögmaður. „Harry og Meghan Japans“ Japanskir fjölmiðlar hafa fylgst grannt með sambandi þeirra Mako og Komuro og hafa margir líkt málinu við vendingarnar í kringum Harry Bretaprins og Meghan Markle og hjónaband þeirra og þá sér í lagi ákvörðun Harrys að hverfa úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar og flytjast til Norður-Ameríku. Kastljósi fjölmiðla hefur meðal annars beinst að hárgreiðslu Komuro sem var sérstaklega gagnrýndur fyrir að vera með hárið í tagli þegar hann sneri aftur til Japans. Telja margir að slíkt sé ekki samboðið manni sem hyggst ganga að eiga prinsessu. Mako veifar til ljósmyndara þegar hún yfirgefur Akasakahöll í Tókýó fyrr í dag.AP Á fréttamannafundi fyrr í dag baðst Mako afsökunar á því er hjónaband hennar hafi valdið öðrum vandræðum. Hún sé þakklát þeim sem hafi stutt við bakið á henni og eiginmanni sínum. „Fyrir mig, þá er Kei óbætanlegur. Hjónaband var nauðsynlegt val fyrir okkur,“ sagði Mako. Kei bætti því við að hann elskaði Mako og vildi verja lífinu með henni. Trúlofuðust 2017 BBC segir frá því að Mako prinsessa hafi yfirgefið íbúð sína í höfuðborginni Tókýó klukkan tíu að staðartíma í morgun til að ganga að eiga Komuro. Hún hafi hneigt sig fyrir foreldrum sínum og faðmað yngri systur sína áður en hún hvarf á braut. Þau Mako og Komuro trúlofuðust árið 2017 og upphaflega stóð til að þau myndu ganga í hjónaband ári síðar. Brúðkaupinu var hins vegar frestað vegna fullyrðinga um að móðir Komuro ætti í fjárhagsvandræðum og hafi ekki endurgreitt fyrrverandi unnusta lán sem hún hafi fengið hjá honum. Keistarahöllin hafnaði því að frestun brúðkaupsins mætti rekja til þess máls, en Fumihito krónprins sagði þó að mikilvægt væri að ganga frá lausum endum varðandi fjármál, áður en þau Mako og Komuro gengu í hjónaband.
Japan Kóngafólk Ástin og lífið Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira