Fótbolti

Arnór spilaði hálftíma í tapi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Arnór Sigurðsson
Arnór Sigurðsson vísir/Getty

Íslendingalið Venezia sótti ekki gull í greipar Sassuolo í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Fjölmargir Íslendingar eru á mála hjá Venezia en þeir Arnór Sigurðsson og Bjarki Steinn Bjarkason hófu leik á varamannabekknum í leik dagsins.

David Okereke kom Venezia yfir eftir hálftíma leik en ítalski landsliðsmaðurinn Domenico Berardi var fljótur að jafna metin fyrir heimamenn. Í upphafi síðari varð Thomas Henry, sóknarmaður Venezia, fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Arnóri var skipt inná á 58.mínútu en honum tókst ekki að hjálpa liði sínu að jafna metin heldur bættu heimamenn í forystuna á 67.mínútu og lokatölur því 3-1 fyrir Sassuolo.

Venezia í 16.sæti deildarinnar eftir níu umferðir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.