Ísland með besta lífeyriskerfið í alþjóðlegum samanburði Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 19. október 2021 06:57 Ísland er í fjórða sæti þegar kemur að kynjamun í lífeyriskerfinu. Vísir/Vilhelm Íslenska lífeyriskerfið er í efsta sæti í alþjóðlegri lífeyrisvísitölu sem ráðgjafarfyrirtækið Mercer og samtökin CFA Institute standa að og birt var í morgun. Í tilkynningu frá Landssamtökum lífeyrissjóða segir að Ísland sé í fyrsta sinn með í vísitölunni, en hún ber saman lífeyriskerfi í 43 ríkjum. Í næstu sætum fyrir neðan Ísland koma Holland og Danmörk en ríkin þrjú eru þau einu sem ná efsta flokki vísitölunnar þegar lögð eru saman stig fyrir hvern einstakan þátt. Í tilkynningunni er bent á að Ísland fái góða útkomu í mörgum þáttum en ekki mjög slaka útkomu í neinum þætti, sem skilar landinu í efsta sætið. Dr. David Knox, sérfræðingur hjá Mercer, segir ástæður þess að Ísland sé í efsta sæti meðal annars tiltölulega ríflegur lífeyrir frá ríkinu, samtryggingarlífeyrissjóði alls launafólks með hárri iðgjaldaprósentu og góða stjórnarhætti og regluverk lífeyrissjóða í kerfi með góða eiginleika. Hins vegar mætti gera enn betur með því að minnka skuldir heimilana, hækka lífeyristökualdur og minnka skuldir ríkisins. Þegar kemur að kynjamun í lífeyriskerfum er Ísland í fjórða sæti en samkvæmt útreikningum OECD er meðallífeyrir kvenna lægri en meðallífeyrir karla í öllum þeim kerfum sem voru til skoðunar. Munurinn á Íslandi er 13,2 prósent en hæstur í Japan þar sem hann er nærri 50 prósent. Samanburðurinn byggir annars vegar á talnaefni frá Efnahags- og framfarastofnuninni – OECD og öðrum fjölþjóðastofnunum og gagnabönkum og hins vegar á upplýsingum sem sérfræðingar hjá Mercer og fleiri hafa aflað í viðkomandi ríkjum. Nánari upplýsingar má finna á lifeyrismal.is. Lífeyrissjóðir Vinnumarkaður Eldri borgarar Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Sjá meira
Í tilkynningu frá Landssamtökum lífeyrissjóða segir að Ísland sé í fyrsta sinn með í vísitölunni, en hún ber saman lífeyriskerfi í 43 ríkjum. Í næstu sætum fyrir neðan Ísland koma Holland og Danmörk en ríkin þrjú eru þau einu sem ná efsta flokki vísitölunnar þegar lögð eru saman stig fyrir hvern einstakan þátt. Í tilkynningunni er bent á að Ísland fái góða útkomu í mörgum þáttum en ekki mjög slaka útkomu í neinum þætti, sem skilar landinu í efsta sætið. Dr. David Knox, sérfræðingur hjá Mercer, segir ástæður þess að Ísland sé í efsta sæti meðal annars tiltölulega ríflegur lífeyrir frá ríkinu, samtryggingarlífeyrissjóði alls launafólks með hárri iðgjaldaprósentu og góða stjórnarhætti og regluverk lífeyrissjóða í kerfi með góða eiginleika. Hins vegar mætti gera enn betur með því að minnka skuldir heimilana, hækka lífeyristökualdur og minnka skuldir ríkisins. Þegar kemur að kynjamun í lífeyriskerfum er Ísland í fjórða sæti en samkvæmt útreikningum OECD er meðallífeyrir kvenna lægri en meðallífeyrir karla í öllum þeim kerfum sem voru til skoðunar. Munurinn á Íslandi er 13,2 prósent en hæstur í Japan þar sem hann er nærri 50 prósent. Samanburðurinn byggir annars vegar á talnaefni frá Efnahags- og framfarastofnuninni – OECD og öðrum fjölþjóðastofnunum og gagnabönkum og hins vegar á upplýsingum sem sérfræðingar hjá Mercer og fleiri hafa aflað í viðkomandi ríkjum. Nánari upplýsingar má finna á lifeyrismal.is.
Lífeyrissjóðir Vinnumarkaður Eldri borgarar Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Sjá meira