Innlent

Stakk mann með hnífi við Breiðholtslaug

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Breiðholtslaug í dag.
Frá Breiðholtslaug í dag. Vísir/Vilhelm

Ungur karlmaður var stunginn með hníf við Breiðholtslaug um eittleytið í dag. Hann var fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann. DV greindi fyrst frá.

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var karlmaðurinn við meðvitund þegar hann var fluttur af vettvangi en undirstrikað að um alvarlegt mál væri að ræða.

Þóra Jónsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Mbl.is, að málið sé komið á borð miðlægrar rannsóknardeildar. Árásarmaðurinn hafi verið handtekinn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.