Innlent

Jólasleða stolið í nýja miðbænum á Selfossi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Ólafur Hlynur í sleðanum, sem var stolið, ásamt Hönnu Siggu Unnarsdóttur, eiginkonu sinni en þau reka verslunina Mistiltein í nýja miðbænum á Selfossi.
Ólafur Hlynur í sleðanum, sem var stolið, ásamt Hönnu Siggu Unnarsdóttur, eiginkonu sinni en þau reka verslunina Mistiltein í nýja miðbænum á Selfossi. Aðsend

Jólasleða, sem stóð fyrir utan jólabúðina Mistiltein í nýja miðbænum á Selfossi, var stolið í nótt. Sleðinn hefur verið mjög vinsæll til myndatöku enda sérsmíðaður og mjög fallegur.

 „Tjónið er mikið og þá sérstaklega tilfinningalega þar sem það sérstaklega gaman var að fylgjast með gestum og gangandi á öllum aldri fá sér sæti og láta taka myndir af sér,“ segir Ólafur Hlynur Guðmarsson hjá Mistilteini. 

„Það er ljóst að sleðinn er skemmdur en samt óskum við eftir að fá hann aftur til að lagfæra og koma aftur á sinn stað ef einhver hefur hugmynd um hvar sleðinn okkar er niðurkomin.“ 

Þeir sem kunna að vita eitthvað frekar um málið er bent á að hafa samband við Lögregluna á Suðurlandi eða beint við eigendur Mistilteins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.