Erlent

Að minnsta kosti 20 látnir eftir öflugan jarðskjálfta í Pakistan

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Tekið á móti særðum á sjúkrahúsi í Balkistan.
Tekið á móti særðum á sjúkrahúsi í Balkistan. epa/Jamal Taraqai

Að minnsta kosti 20 eru látnir eftir að öflugur jarðskjálfti, 5,9 stig að stærð, reið yfir í Balokistan í Pakistan í morgun. Yfirvöld óttast að tala látinna muni hækka og að fjölmargar byggingar hafi hrunið til grunna þar sem fólk sé nú fast undir.

Margir hinna látnu voru konur og börn að sögn Reuters fréttastofunnar. 

Skjálftinn var grunnur, á um níu kílómetra dýpi, en slíkir skjálftar valda oft meira tjóni en þeir sem eiga upptök sín dýpra í iðrum jarðar. 

Mikið er um kolanámur á svæðinu og vitað er um að minnsta kosti eina slíka sem féll saman og þar sem námamenn lokuðust inni. Unnið er að björgunaraðgerðum á svæðinu. 

Skjálftar eru algengir í Pakistan og árið 2005 létust um 80 þúsund manns í landinu í ógnarstórum skjálfta sem mældist 7,6 stig.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.