Innlent

Bein útsending: Rætt við formenn flokkanna í Stjórnarráðinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bjarni Benediktsson er í Stjórnarráðinu.
Bjarni Benediktsson er í Stjórnarráðinu. Vísir/Vilhelm

Leiðtogar stjórnarflokkanna eru mættir til fundar í Stjórnarráðinu.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, mættu í Stjórnarráðið rétt upp úr klukkan tvö þar sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, var þá þegar komin samkvæmt upplýsingum fréttastofu.

Ríkisstjórnin bætti við meirihluta sinn í Alþingiskosningunum um helgina og hafa leiðtogar allra þriggja flokka lýst því yfir að þau ætli að byrja að ræða saman um frekara samstarf áður en aðrar umræður fara fram.

Þess er beðið að fundi ljúki í Stjórnarráðinu. Snorri Másson, fréttamaður okkar, mun grípa ráðherrana tali að fundi loknum.

Uppfært klukkan 15:42

Bjarni Benediktsson segir ekkert vera farið að ræða ráðherrastóla eða hver verði forsætisráðherra. Hann segir þó ólíklegt að allt verði eins og það var. 

Sigurður Ingi segir viðræðurnar helst snúa að því sem að liggur í augum uppi, að flokkarnir tali saman. Hann vildi ekki svara því hver yrði forsætisráðherra. Viðræður muni halda áfram hjá leiðtogunum næstu daga. Þá sagði hann dapurlegt að ekki lægi skýrar fyrir framkvæmdin á kosningunum. Hann vonar að niðurstaðan verði skýr.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.