Innlent

Telur að niðurstöður muni koma skemmtilega á óvart

Samúel Karl Ólason skrifar
Sigmundur Davíð laumar kjörseðli sínum í kassann.
Sigmundur Davíð laumar kjörseðli sínum í kassann. Vísir/KristínÓ

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur myndað ákveðnar hefðir á kjördag. Að byrja á kaffibolla áður en hann fer á kosningamiðstöðvarnar.

Í samtali við fréttastofu eftir að hann kaus í morgun sagði hann kjördag alltaf mikla upplifun og honum alltaf hátíðartilfinning.

Hann sagðist halda að niðurstöður kosninganna muni koma skemmtilega á óvart fyrir Miðflokkinn.

„Ég hef það á tilfinningunni. Ég er ekki mjög stressaður núna en auðvitað er mikið stress í kosningabaráttu og stundum veit maður ekki hvar maður á að vera næsta klukkutímann, hvað þá næsta dag,“ sagði Sigmundur.

„Þegar kosningabaráttan sjálf er búin, þá er ég yfirleitt frekar rólegur. Þá er þetta bara í höndum kjósenda.“

Sigmundur sagðist ætla að verja deginum í að hitta fólk, borða brauðtertur og ýmislegt annað.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.