Aldrei fleiri kosið utankjörfundar í óvenjulegum kosningum Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. september 2021 12:04 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Smáralind. Vísir/vilhelm Aldrei hafa fleiri kosið utankjörfundar í alþingiskosningum en að þessu sinni. Í morgun höfðu 42.635 greitt atkvæði utankjörfundar á landsvísu, þar af tæplega 30 þúsund í Reykjavík. Yfirkjörstjórnir leggja nú lokahönd á undirbúning fyrir kjördag á morgun en kosningarnar í ár eru um margt óvenjulegar. Flestir kjörstaðir verða opnaðir klukkan níu í fyrramálið og verður í flestum tilfellum lokað klukkan tíu um kvöldið. Landsmenn geta flett upp hvar þeir skuli kjósa á vef Þjóðskrár með því að slá inn kennitölu sína í þar til gerðum reit. 1.282 eru í framboði í ár fyrir ellefu flokka og á kjörskrá eru tæplega 255 þúsund manns. Kjörstjórnir landsins hafa staðið í ströngu undanfarna daga við undirbúning. Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar á Suðurlandi.Aðsend Þórir Haraldsson formaður yfirkjörstjórnar á Suðurlandi segir hátt í þrjú hundruð manns hafa komið að framkvæmdinni í ár. „Hér eru kjörstjórnir úti í kjördeildunum í sveitarfélögunum sem eru margreyndar í framkvæmd kosninga og þær eru klárar í slaginn. Við í yfirkjörstjórn höfum verið að undirbúa þetta okkar megin, þannig að þetta lítur allt saman bara vel út,“ segir Þórir. Þórir hefur komið að framkvæmd kosninga í um 25 ár. Hann segir kosningarnar í ár um margt frábrugðnar öðrum kosningum, einkum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Kjósendum í sóttkví eða einangrun er heimilt að greiða atkvæði á sérstökum utankjörfundarstöðum. „Það hefur áhrif á undirbúning kosninganna alveg frá því að kosningalögunum var breytt á Alþingi. Til viðbótar við þetta koma álitamál um hvernig kjósendur geta gert fullnægjandi grein fyrir sér, nú eru komin stafræn skilríki sem þarf þá að staðreyna á kjörstað þannig að það er ýmislegt sem kemur nýtt upp á í þessum kosningum.“ Þórir væntir þess að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi verði kynntar um ellefuleytið, fljótlega eftir að kjörstöðum er lokað. Löng kosninganótt er þó líklega framundan; slæm veðurspá og sögulegur fjöldi utankjörfundaratkvæða, sem talin eru síðast, gætu hægt verulega á talningu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Flestir kjörstaðir verða opnaðir klukkan níu í fyrramálið og verður í flestum tilfellum lokað klukkan tíu um kvöldið. Landsmenn geta flett upp hvar þeir skuli kjósa á vef Þjóðskrár með því að slá inn kennitölu sína í þar til gerðum reit. 1.282 eru í framboði í ár fyrir ellefu flokka og á kjörskrá eru tæplega 255 þúsund manns. Kjörstjórnir landsins hafa staðið í ströngu undanfarna daga við undirbúning. Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar á Suðurlandi.Aðsend Þórir Haraldsson formaður yfirkjörstjórnar á Suðurlandi segir hátt í þrjú hundruð manns hafa komið að framkvæmdinni í ár. „Hér eru kjörstjórnir úti í kjördeildunum í sveitarfélögunum sem eru margreyndar í framkvæmd kosninga og þær eru klárar í slaginn. Við í yfirkjörstjórn höfum verið að undirbúa þetta okkar megin, þannig að þetta lítur allt saman bara vel út,“ segir Þórir. Þórir hefur komið að framkvæmd kosninga í um 25 ár. Hann segir kosningarnar í ár um margt frábrugðnar öðrum kosningum, einkum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Kjósendum í sóttkví eða einangrun er heimilt að greiða atkvæði á sérstökum utankjörfundarstöðum. „Það hefur áhrif á undirbúning kosninganna alveg frá því að kosningalögunum var breytt á Alþingi. Til viðbótar við þetta koma álitamál um hvernig kjósendur geta gert fullnægjandi grein fyrir sér, nú eru komin stafræn skilríki sem þarf þá að staðreyna á kjörstað þannig að það er ýmislegt sem kemur nýtt upp á í þessum kosningum.“ Þórir væntir þess að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi verði kynntar um ellefuleytið, fljótlega eftir að kjörstöðum er lokað. Löng kosninganótt er þó líklega framundan; slæm veðurspá og sögulegur fjöldi utankjörfundaratkvæða, sem talin eru síðast, gætu hægt verulega á talningu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira