Mótmæla á Austurvelli: Hvetja almenning til að kjósa með loftslagið og framtíð í huga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2021 11:50 Húsið brennur, stendur á einu skilti mótmælenda. Vísir/Vilhelm Í kringum hundrað manns eru mættir á Austurvöll þar sem klukkustundarlöng mótmæli vegna ófullnægjandi aðgerða íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum fara fram. Markmiðið með mótmælunum, sem fjögur aðildarfélög að Loftslagsverkfallinu standa fyrir, er að hvetja almenning til að kjósa með loftslagið og framtíð allra í huga. Í tilkynningu kom fram að um risamótmæli yrði að ræða. Mótmælin hófust klukkan 11:30 og eru ræður, tónlistaratriði og matur á boðstólum. Rætt verður við mótmælendur í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. Heyra má hádegisfréttirnar á Stöð 2 Vísi í spilaranum að neðan. Ungt fólk hefur safnast saman á Austurvelli, nær samfellt, í tvö og hálft ár að krefjast fullnægjandi aðgerða í loftslagsmálum, en kalli okkar hefur enn ekki verið svarað. Á næsta kjörtímabili er tækifæri fyrir stjórnvöld að gera betur og tryggja farsæla framtíð fyrir ung sem aldin, og fyrir þær lífverur sem deila með okkur plánetunni. Fjögur aðildarfélög standa að Loftslagsverkfallinu ásamt fjölmörgum ungum aðgerðasinnum. Þau eru Landssamtök íslenskra stúdenta, Stúdentaráð Háskóla Íslands, Samband íslenskra framhaldsskólanema og Ungir umhverfissinnar (LÍS, SHÍ, SÍF og UU). Þingmenn úr ýmsum flokkum eru mættir á Austurvöll til að ræða við unga fólkið og hlýða á þeirra málstað.Vísir/Vilhelm „Nýjasta skýrsla Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sýnir svart á hvítu nauðsyn þess að bregðast við strax og af mikilli festu. Loftslagsmál er brýnasta málið í þessum Alþingiskosningum,“ segir Egill Ö. Hermannsson, varaformaður Ungra umhverfissinna og einn skipuleggjenda Loftslagsverkfallsins. Aldrei verið brýnna „Hamfarahlýnun er allra stærsta áskorunum nútímans og varðar okkur öll. Því er nauðsynlegt að loftslagsmál séu í brennidepli í komandi Alþingiskosningum. Vonandi heyra frambjóðendurnir í kröfum ungs fólks um róttækar, alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Við ættum að vera í skólanum, við ættum að vera að gera eitthvað annað við okkar æsku og frítíma en stjórnvöld gefa okkur engra annara kosta völ með aðgerðarleysi sínu.“ Fólk í fararbroddi ungmenna í umhverfismálum tekur til máls.Vísir/Vilhelm Finnur Ricart Andrason, loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna og einn skipuleggjanda Loftslagsverkfallsins, segir loftslagsaðgerðir ekki vel heldur nauðsyn. „Það hefur aldrei verið brýnna að taka á þessum málaflokki þar sem tíminn er að verða knappur ef við ætlum að ná að halda okkur innan við 1.5 gráðu hlýnun frá iðnbyltingu,“ segir Finnur. Í nýlegri Maskínukönnun sögðu kjósendur loftslagsmál næst mikilvægasta málefni kosninganna, á eftir heilbrigðismálum.Vísir/Vilhelm „Loftslagsmálin eiga að vera aðal kosningamálið þar sem þau hafa áhrif á svo ótal marga aðra þætti samfélagsins svo sem heilbrigðismál, efnahagsmál, jafnréttismál, og fleira. Það að kjósa loftslagið er líka að kjósa heilbrigðismál, efnahagsmál, og jafnréttismál.“ Loftslagsmál Umhverfismál Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Markmiðið með mótmælunum, sem fjögur aðildarfélög að Loftslagsverkfallinu standa fyrir, er að hvetja almenning til að kjósa með loftslagið og framtíð allra í huga. Í tilkynningu kom fram að um risamótmæli yrði að ræða. Mótmælin hófust klukkan 11:30 og eru ræður, tónlistaratriði og matur á boðstólum. Rætt verður við mótmælendur í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. Heyra má hádegisfréttirnar á Stöð 2 Vísi í spilaranum að neðan. Ungt fólk hefur safnast saman á Austurvelli, nær samfellt, í tvö og hálft ár að krefjast fullnægjandi aðgerða í loftslagsmálum, en kalli okkar hefur enn ekki verið svarað. Á næsta kjörtímabili er tækifæri fyrir stjórnvöld að gera betur og tryggja farsæla framtíð fyrir ung sem aldin, og fyrir þær lífverur sem deila með okkur plánetunni. Fjögur aðildarfélög standa að Loftslagsverkfallinu ásamt fjölmörgum ungum aðgerðasinnum. Þau eru Landssamtök íslenskra stúdenta, Stúdentaráð Háskóla Íslands, Samband íslenskra framhaldsskólanema og Ungir umhverfissinnar (LÍS, SHÍ, SÍF og UU). Þingmenn úr ýmsum flokkum eru mættir á Austurvöll til að ræða við unga fólkið og hlýða á þeirra málstað.Vísir/Vilhelm „Nýjasta skýrsla Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sýnir svart á hvítu nauðsyn þess að bregðast við strax og af mikilli festu. Loftslagsmál er brýnasta málið í þessum Alþingiskosningum,“ segir Egill Ö. Hermannsson, varaformaður Ungra umhverfissinna og einn skipuleggjenda Loftslagsverkfallsins. Aldrei verið brýnna „Hamfarahlýnun er allra stærsta áskorunum nútímans og varðar okkur öll. Því er nauðsynlegt að loftslagsmál séu í brennidepli í komandi Alþingiskosningum. Vonandi heyra frambjóðendurnir í kröfum ungs fólks um róttækar, alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Við ættum að vera í skólanum, við ættum að vera að gera eitthvað annað við okkar æsku og frítíma en stjórnvöld gefa okkur engra annara kosta völ með aðgerðarleysi sínu.“ Fólk í fararbroddi ungmenna í umhverfismálum tekur til máls.Vísir/Vilhelm Finnur Ricart Andrason, loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna og einn skipuleggjanda Loftslagsverkfallsins, segir loftslagsaðgerðir ekki vel heldur nauðsyn. „Það hefur aldrei verið brýnna að taka á þessum málaflokki þar sem tíminn er að verða knappur ef við ætlum að ná að halda okkur innan við 1.5 gráðu hlýnun frá iðnbyltingu,“ segir Finnur. Í nýlegri Maskínukönnun sögðu kjósendur loftslagsmál næst mikilvægasta málefni kosninganna, á eftir heilbrigðismálum.Vísir/Vilhelm „Loftslagsmálin eiga að vera aðal kosningamálið þar sem þau hafa áhrif á svo ótal marga aðra þætti samfélagsins svo sem heilbrigðismál, efnahagsmál, jafnréttismál, og fleira. Það að kjósa loftslagið er líka að kjósa heilbrigðismál, efnahagsmál, og jafnréttismál.“
Loftslagsmál Umhverfismál Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira