Innlent

Svona voru kappræðurnar á Stöð 2

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Heimir Már Pétursson hefur fjallað um kosningar áratugum saman og spyr leiðtogana spjörunum úr.
Heimir Már Pétursson hefur fjallað um kosningar áratugum saman og spyr leiðtogana spjörunum úr. Vísir/Vilhelm

Leiðtogar stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram krafta sína til Alþingis næstu fjögur árin mæta í sjónvarpssal Stöðvar 2 á Suðurlandsbraut og takast á í kappræðum að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2.

Heimir Már Pétursson stýrir kappræðunum og er von á miklum hasar enda innan við tveir sólarhringar þar til landsmenn ganga til kosninga. Auk kappræðanna verða sýnd áhugaverð innslög, dramatíkin fyrir fjórum til fimm árum rifjuð upp auk þess sem rætt verður við fólkið í landinu.

Stöð 2 verður í opinni dagskrá fram á sunnudag í tilefni kosninganna. Fréttirnar í kvöld verða í opinni dagskrá þar sem fjallað verður meðal annars um glænýja Maskínukönnun sem virðist ætla að gera myndun nýrrar ríkisstjórnar ansi flókna.

Í framhaldi af fréttunum hefjast kappræður flokkanna. Þangað mæta fulltrúar allra flokka sem hafa fengið yfir fjögurra prósenta fylgi í skoðanakönnunum fréttastofu í aðdraganda kosninga.

Fréttir hefjast klukkan 18:30 og kappræðurnar svo á slaginu 18:55, í opinni dagskrá. Beina útsendingu má sjá hér að neðan en áætlað að henni ljúki klukkan 20:40.

Uppfært: Hér má sjá kappræðurnar í heild sinni.

Klippa: Formannakappræður í heild sinni


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.