Fótbolti

Suarez hetja spænsku meistarana gegn tíu leikmönnum Getafe

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Luis Suarez skoraði b´ði mörk Atlético Madrid í kvöld.
Luis Suarez skoraði b´ði mörk Atlético Madrid í kvöld. Angel Martinez/Getty Images

Spánarmeistarar Atlético Madrid heimsóttu Getafe í sjöttu umferð La Liga í kvöld. Luis Suarez var hetja Atlético, en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri eftir að Getafe missti mann af velli.

Miðvörðurinn Stefan Mitrovic kom heimamönnum yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks og sá til þess að staðan var 1-0 þegar að gengið var til búningsherbergja.

Heimamenn gerðu vel í að halda Atlético í skefjum, en það varð mun erfiðara þegar að um stundafjórðungur var til leiksloka þegar að Carles Alena fékk að líta beint rautt spjald.

Gestirnir nýttu sér liðsmuninn og fjórum mínútum síðar var Luis Suarez búinn að jafna metin eftir fyrirgjöf frá Mario Hermoso.

Suarez var svo aftur á ferðinni þegar að hann tryggði gestunum stigin þrjú í uppbótatíma eftir stoðsendingu frá Sime Vrsaljko.

Atlético Madrid er nú með 14 stig á toppi deildarinnar eftir sex leiki, en Getafe er enn í leit að sínu fyrsta stigi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.