Innlent

Tilkynnt um líkamsárás í kjölfar dyraats

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vísir/Egill

Frá 19 í gærkvöldi til 5 í morgun voru 45 mál skráð í málaskrá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá gista fimm einstaklingar fangageymslur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Um kl. 22 barst lögreglu tilkynning um líkamsárás í Seljahverfi. Þar hafði hópur unglinga gert dyraat en húsráðandi komið út og hlaupið uppi einn gerandann. Hélt hann henni þar til lögregla kom á vettvang. Upplýsingar voru teknar niður um húsráðanda og geranda og málið tilkynnt til barnaverndar.

Fyrr um kvöldið var tilkynnt um slagsmál í sama hverfi en enginn er sagður hafa gengið frá mikið meiddur. Ætluð fíkniefni fundust á einum einstakling.

Í póstnúmerinu 111 bárust lögreglu tvær tilkynningar um eld í pappagámi, ein um klukkan 21 og önnur klukkan 23. Minniháttar skemmdir eru sagðar hafa orðið af eldinum en gerandinn er ókunnugur. Í tilkynningu segir ekki hvort um var að ræða sama gám í bæði skiptin.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.