Sport

Sveindís Jane með sigurmark Kristianstad

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Sveindís Jane í leik með íslenska landsliðinu
Sveindís Jane í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Vilhelm

Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sigurmark Kristianstad þegar liðið bar sigurorð af Linköping í sænsku úrvalsdeildinni fyrr í dag.

Sveindís skoraði sigurmarki leiksins á 51. mínútu og heldur áfram að valda varnarmönnum Svíþjóðar vandræðum. Sif Atladóttir lék allan leikinn í vörn Kristianstad sem er þjálfað af Elísabetu Gunnarsdóttur.

Með sigrinum fer Kristianstad upp í fimmta sæti deildarinnar eftir sextán umferðir. Liðið er með 24 stig, fjórum stigum á eftir Eskilstuna sem er með 28 stig í þriðja sæti deildarinnar sem gefur meistaradeildarsæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.