Innlent

Bíl Unnar Aspar stolið fyrir utan Þjóðleikhúsið

Árni Sæberg skrifar
Bílnum var stolið fyrir utan Þjóðleikhúsið
Bílnum var stolið fyrir utan Þjóðleikhúsið Þjóðleikhúsið

Leikkonan Unnur Ösp Stefánsdóttir varð fyrir óláni í gær þegar bíl hennar var stolið fyrir utan vinnustað hennar Þjóðleikhúsið.

Um er að ræða ljósgráan Toyota Rav4 með skráningarnúmerið TTT-48. Unnur Ösp segir í samtali við Vísi að hún vonist til þess að bíllinn komist í leitirnar ef fólk hafi augun opin og láti vita ef bíllinn sést á götum bæjarins.

Bíllinn er af gerðinni Toyota Rav4.

Hún segir að bílnum hafi verið stolið um hábjartan dag á fjölförnum stað en hún hafði lagt á Lindargötu klukkan eitt og þegar hún hugðist fara heim klukkan fjögur var bílinn hvergi að sjá.

Unnur segir ekki mikil verðmæti hafa verið í bílnum og að hún hafi blessunarlega tekið tölvuna sína með inn í vinnuna. Hún nefnir þó áberandi brúna leðurtösku sem var í aftursætinu.

Ekki í fyrsta sinn sem bíl er stolið af Unni

Unnur Ösp segir að hún hafi áður lent í því að bíl hennar væri stolið. Fyrra skiptið hafi verið fyrir rúmlega tuttugu árum.

Hún segist hafa tilkynnt lögreglu stuldinn þá, líkt og nú, en að hún hafi fundið bílinn sjálf eftir bíltúr um borgina. Þá hafði „ógæfufólk“ tekið bílinn sér til yndisauka.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.