Leonardo DiCaprio, Jennifer Lawrence, Meryl Streep, Timothée Chalamet, Ariana Grande, Jonah Hill og Rob Morgan eru á meðal þeirra sem fara með hlutverk í myndinni. Einnig leika í henni Cate Blanchett, Tyler Perry, Mark Rylance, Ron Perlman, Himesh Patel, Melanie Lynskey, Michael Chiklis, Tomer Sisley, Chris Evans og Scott Mescudi sem betur er þekktur sem Kid Cudi.
Don't Look Up verður sett í sýningu í völdum kvikmyndahúsum þann 10. desember en kemur svo inn á Netflix á aðfangadag. Adam McKay á handritið og leikstýrir myndinni
Lawrence og DiCaprio leika stjörnufræðingana Kate Dibiasky og Dr. Randall Mindysem reyna að vara heiminn við halastjörnu sem setur líf á jörð í hættu. Streep er forseti Bandaríkjanna, Janie Orlean. Sýnishornið úr myndinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.