Sport

Arnar Gunnlaugsson: Þetta var vonandi meistarasigur

Andri Már Eggertsson skrifar
Arnar Gunnlaugsson var afar sáttur með að hafa landað stigunum þremur
Arnar Gunnlaugsson var afar sáttur með að hafa landað stigunum þremur Vísir/Bára Dröfn

Víkingur Reykjavík vann FH 1-2 í fjörugum leik. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings var afar sáttur með stigin þrjú og voru FH töluvert betri að hans mati.

„FH spilaði frábærlega í dag, þetta var besti leikur FH sem ég hef séð á þessu tímabili, þeir settu pressu á okkur frá upphafi sem reyndist okkur erfið."

„Mér fannst við vera spila ágætlega en FH spilaði bara það vel að við vorum í tómu rugli," sagði Arnar Gunnlaugsson ánægður með stigin þrjú.

Ingvar Jónsson, markmaður Víkings átti frábæran leik og tók Arnar heilshugar undir það að Ingvar ætti mikið í þessum sigri.

„Ingvar var geggjaður í þessum leik, Ingvar hefur beðið lengi eftir tækifærinu sínu í sumar. Ingvar bjargaði okkur á ögurstundu, FH fengu fullt af dauðafærum sem Ingvar varði."

„Ef FH heldur áfram að spila svona verður þetta félag ekki í neinu veseni í framtíðinni."

Nikolaj Hansen er markahæsti leikmaður deildarinnar en hann hafði ekki skoraði í síðustu fjórum deildarleikjum. Hann braut ísinn í kvöld með því að gera fyrsta mark leiksins.

„Það er augljóst að Nikolaj Hansen hefur verið að spila meiddur, þetta er ekki sami leikmaður og vanalega, nú kemur tveggja vikna hvíld sem vonandi reynist honum vel."

„Þessi leikur var vonandi meistarasigur og nú ætla ég að fara heim og njóta þess að horfa á Fylki vinna Breiðablik," sagði Arnar Gunnlaugsson að lokum. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.