Innlent

Allir starfsmenn KSÍ boðaðir á fund klukkan fjögur

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. vísir/egill

Allir starfsmenn KSÍ hafa verið boðaðir á fund klukkan fjögur í dag. Þetta staðfestir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri sambandsins í samtali við fréttastofu.

Aðspurð gat hún ekki gefið fréttastofu upplýsingar um erindi fundarins en ætla má að ofbeldismál verði til umræðu. 

Stjórnin KSÍ hefur fundað frá klukkan tíu í morgun. Sannkallaður maraþonfundur var hjá stjórninni í gær um ofbeldismál sem stóð með hléum frá hádegi fram til kvölds.

Ekki hefur náðst í Guðna Bergsson, formann KSÍ, í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu en hann sagði í gær að yfirlýsingar væri að vænta frá stjórninni í dag.


Tengdar fréttir

„KSÍ er bara, held ég, mjög spillt apparat“

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari við Borgarholtsskóla, fór ekki fögrum orðum um forystu KSÍ í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun. Hún kallar eftir því að öll stjórn sambandsins segi af sér.

Hetjur innan vallar en víða pottur brotinn utan vallar

Þeir sameinuðu íslensku þjóðina með góðu gengi sem náði hápunkti á Evrópumótinu í Frakklandi 2016 og vöktu athygli um allan heim fyrir árangur sinn. Á þeim fimm árum sem hafa síðan liðið hefur hver hrollvekjusagan af landsliðsmönnum Íslands í knattspyrnu farið sem eldur í sinu um samfélagið, ýmist í formi óstaðfestra eða staðfestra sagna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×