Landsliðsmaður tekur undir gagnrýni á KSÍ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. ágúst 2021 12:46 Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, setur spurningamerki við starfshætti Knattspyrnusambands Íslands. Knattspyrnusamband Íslands hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að Guðni Bergsson, formaður sambandsins, neyddist til að draga orð sín til baka um að KSÍ hefði engar tilkynningar fengið um kynferðisbrot landsliðsmanna í fótbolta. Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, er á meðal þeirra sem setur spurningamerki við starfshætti sambandsins. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu landsliðsmanns árið 2017 í samtali við RÚV í gær. Hún segir föður sinn hafa tilkynnt KSÍ um brotið og í kjölfarið verið boðuð á fund af sambandinu. Henni hafi verið boðinn þagnarskyldusamningur gegn miskabótum, sem hún hafnaði. KSÍ neitaði að hafa boðið henni slíkan samning í tilkynningu í gær. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hafði sagt í viðtali við Kastljós í fyrradag að KSÍ hefði ekki borist formlegar tilkynningar um kynferðisofbeldi landsliðsmanna, sem stangast á við frásögn Þórhildar. Hann sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að það hafi verið mistök að láta þau orð falla. Í ljósi þessa setti Tanja Tómasdóttir, lögfræðingur og umboðsmaður, inn færslu á samfélagsmiðilinn Twitter í gær þar sem hún veltir því fyrir sér hvað flokkist sem formleg ábending um ofbeldi. Hún segir: „Hvenær er ábending eða tilkynning með formlegum hætti? Þarf að skrifa bréf, undirrita það með tveimur vottum, stimpla og senda það með pósti? Er ekki nóg að starfsmenn og aðrir sem m.a. hafa tengsl við þolanda hafi upplýst stjórnendur m.a. um kynferðisbrot? Nei ég bara spyr.“ Ég get ekki orðað þetta betur https://t.co/8HALLOtxMY— Martin Hermannsson (@hermannsson15) August 27, 2021 Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, tekur undir spurningu Tönju er hann endurbirtir tíst hennar með yfirskriftinni: „Ég get ekki orðað þetta betur.“ Martin vildi ekki tjá sig frekar um málið er Vísir hafði samband við hann í dag. KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Svona svaraði Guðni forseti þegar faðir þolanda sendi honum bréf Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst í mars 2018 bréf frá föður þolanda knattspyrnumanns í landsliði Íslands. Guðni svaraði bréfi föðurins og hafði í kjölfar samband við Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, þar sem þeir ræddu málið. 27. ágúst 2021 22:31 KSÍ neitar að hafa boðið þolanda þagnarskyldusamning Knattspyrnusamband Íslands segir það rangt að lögmaður á vegum sambandsins hafi boðið þolanda ofbeldis af hálfu landsliðsmann í knattspyrnu þagnarskyldusamning gegn bótagreiðslu. Aðgerðahópurinn Öfgar öfgar skorar á Guðna Bergsson, formann KSÍ, að segja af sér. 27. ágúst 2021 21:59 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ Sjá meira
Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu landsliðsmanns árið 2017 í samtali við RÚV í gær. Hún segir föður sinn hafa tilkynnt KSÍ um brotið og í kjölfarið verið boðuð á fund af sambandinu. Henni hafi verið boðinn þagnarskyldusamningur gegn miskabótum, sem hún hafnaði. KSÍ neitaði að hafa boðið henni slíkan samning í tilkynningu í gær. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hafði sagt í viðtali við Kastljós í fyrradag að KSÍ hefði ekki borist formlegar tilkynningar um kynferðisofbeldi landsliðsmanna, sem stangast á við frásögn Þórhildar. Hann sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að það hafi verið mistök að láta þau orð falla. Í ljósi þessa setti Tanja Tómasdóttir, lögfræðingur og umboðsmaður, inn færslu á samfélagsmiðilinn Twitter í gær þar sem hún veltir því fyrir sér hvað flokkist sem formleg ábending um ofbeldi. Hún segir: „Hvenær er ábending eða tilkynning með formlegum hætti? Þarf að skrifa bréf, undirrita það með tveimur vottum, stimpla og senda það með pósti? Er ekki nóg að starfsmenn og aðrir sem m.a. hafa tengsl við þolanda hafi upplýst stjórnendur m.a. um kynferðisbrot? Nei ég bara spyr.“ Ég get ekki orðað þetta betur https://t.co/8HALLOtxMY— Martin Hermannsson (@hermannsson15) August 27, 2021 Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, tekur undir spurningu Tönju er hann endurbirtir tíst hennar með yfirskriftinni: „Ég get ekki orðað þetta betur.“ Martin vildi ekki tjá sig frekar um málið er Vísir hafði samband við hann í dag.
KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Svona svaraði Guðni forseti þegar faðir þolanda sendi honum bréf Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst í mars 2018 bréf frá föður þolanda knattspyrnumanns í landsliði Íslands. Guðni svaraði bréfi föðurins og hafði í kjölfar samband við Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, þar sem þeir ræddu málið. 27. ágúst 2021 22:31 KSÍ neitar að hafa boðið þolanda þagnarskyldusamning Knattspyrnusamband Íslands segir það rangt að lögmaður á vegum sambandsins hafi boðið þolanda ofbeldis af hálfu landsliðsmann í knattspyrnu þagnarskyldusamning gegn bótagreiðslu. Aðgerðahópurinn Öfgar öfgar skorar á Guðna Bergsson, formann KSÍ, að segja af sér. 27. ágúst 2021 21:59 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ Sjá meira
Svona svaraði Guðni forseti þegar faðir þolanda sendi honum bréf Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst í mars 2018 bréf frá föður þolanda knattspyrnumanns í landsliði Íslands. Guðni svaraði bréfi föðurins og hafði í kjölfar samband við Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, þar sem þeir ræddu málið. 27. ágúst 2021 22:31
KSÍ neitar að hafa boðið þolanda þagnarskyldusamning Knattspyrnusamband Íslands segir það rangt að lögmaður á vegum sambandsins hafi boðið þolanda ofbeldis af hálfu landsliðsmann í knattspyrnu þagnarskyldusamning gegn bótagreiðslu. Aðgerðahópurinn Öfgar öfgar skorar á Guðna Bergsson, formann KSÍ, að segja af sér. 27. ágúst 2021 21:59