Landsliðsmaður tekur undir gagnrýni á KSÍ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. ágúst 2021 12:46 Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, setur spurningamerki við starfshætti Knattspyrnusambands Íslands. Knattspyrnusamband Íslands hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að Guðni Bergsson, formaður sambandsins, neyddist til að draga orð sín til baka um að KSÍ hefði engar tilkynningar fengið um kynferðisbrot landsliðsmanna í fótbolta. Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, er á meðal þeirra sem setur spurningamerki við starfshætti sambandsins. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu landsliðsmanns árið 2017 í samtali við RÚV í gær. Hún segir föður sinn hafa tilkynnt KSÍ um brotið og í kjölfarið verið boðuð á fund af sambandinu. Henni hafi verið boðinn þagnarskyldusamningur gegn miskabótum, sem hún hafnaði. KSÍ neitaði að hafa boðið henni slíkan samning í tilkynningu í gær. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hafði sagt í viðtali við Kastljós í fyrradag að KSÍ hefði ekki borist formlegar tilkynningar um kynferðisofbeldi landsliðsmanna, sem stangast á við frásögn Þórhildar. Hann sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að það hafi verið mistök að láta þau orð falla. Í ljósi þessa setti Tanja Tómasdóttir, lögfræðingur og umboðsmaður, inn færslu á samfélagsmiðilinn Twitter í gær þar sem hún veltir því fyrir sér hvað flokkist sem formleg ábending um ofbeldi. Hún segir: „Hvenær er ábending eða tilkynning með formlegum hætti? Þarf að skrifa bréf, undirrita það með tveimur vottum, stimpla og senda það með pósti? Er ekki nóg að starfsmenn og aðrir sem m.a. hafa tengsl við þolanda hafi upplýst stjórnendur m.a. um kynferðisbrot? Nei ég bara spyr.“ Ég get ekki orðað þetta betur https://t.co/8HALLOtxMY— Martin Hermannsson (@hermannsson15) August 27, 2021 Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, tekur undir spurningu Tönju er hann endurbirtir tíst hennar með yfirskriftinni: „Ég get ekki orðað þetta betur.“ Martin vildi ekki tjá sig frekar um málið er Vísir hafði samband við hann í dag. KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Svona svaraði Guðni forseti þegar faðir þolanda sendi honum bréf Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst í mars 2018 bréf frá föður þolanda knattspyrnumanns í landsliði Íslands. Guðni svaraði bréfi föðurins og hafði í kjölfar samband við Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, þar sem þeir ræddu málið. 27. ágúst 2021 22:31 KSÍ neitar að hafa boðið þolanda þagnarskyldusamning Knattspyrnusamband Íslands segir það rangt að lögmaður á vegum sambandsins hafi boðið þolanda ofbeldis af hálfu landsliðsmann í knattspyrnu þagnarskyldusamning gegn bótagreiðslu. Aðgerðahópurinn Öfgar öfgar skorar á Guðna Bergsson, formann KSÍ, að segja af sér. 27. ágúst 2021 21:59 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Sjá meira
Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu landsliðsmanns árið 2017 í samtali við RÚV í gær. Hún segir föður sinn hafa tilkynnt KSÍ um brotið og í kjölfarið verið boðuð á fund af sambandinu. Henni hafi verið boðinn þagnarskyldusamningur gegn miskabótum, sem hún hafnaði. KSÍ neitaði að hafa boðið henni slíkan samning í tilkynningu í gær. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hafði sagt í viðtali við Kastljós í fyrradag að KSÍ hefði ekki borist formlegar tilkynningar um kynferðisofbeldi landsliðsmanna, sem stangast á við frásögn Þórhildar. Hann sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að það hafi verið mistök að láta þau orð falla. Í ljósi þessa setti Tanja Tómasdóttir, lögfræðingur og umboðsmaður, inn færslu á samfélagsmiðilinn Twitter í gær þar sem hún veltir því fyrir sér hvað flokkist sem formleg ábending um ofbeldi. Hún segir: „Hvenær er ábending eða tilkynning með formlegum hætti? Þarf að skrifa bréf, undirrita það með tveimur vottum, stimpla og senda það með pósti? Er ekki nóg að starfsmenn og aðrir sem m.a. hafa tengsl við þolanda hafi upplýst stjórnendur m.a. um kynferðisbrot? Nei ég bara spyr.“ Ég get ekki orðað þetta betur https://t.co/8HALLOtxMY— Martin Hermannsson (@hermannsson15) August 27, 2021 Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, tekur undir spurningu Tönju er hann endurbirtir tíst hennar með yfirskriftinni: „Ég get ekki orðað þetta betur.“ Martin vildi ekki tjá sig frekar um málið er Vísir hafði samband við hann í dag.
KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Svona svaraði Guðni forseti þegar faðir þolanda sendi honum bréf Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst í mars 2018 bréf frá föður þolanda knattspyrnumanns í landsliði Íslands. Guðni svaraði bréfi föðurins og hafði í kjölfar samband við Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, þar sem þeir ræddu málið. 27. ágúst 2021 22:31 KSÍ neitar að hafa boðið þolanda þagnarskyldusamning Knattspyrnusamband Íslands segir það rangt að lögmaður á vegum sambandsins hafi boðið þolanda ofbeldis af hálfu landsliðsmann í knattspyrnu þagnarskyldusamning gegn bótagreiðslu. Aðgerðahópurinn Öfgar öfgar skorar á Guðna Bergsson, formann KSÍ, að segja af sér. 27. ágúst 2021 21:59 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Sjá meira
Svona svaraði Guðni forseti þegar faðir þolanda sendi honum bréf Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst í mars 2018 bréf frá föður þolanda knattspyrnumanns í landsliði Íslands. Guðni svaraði bréfi föðurins og hafði í kjölfar samband við Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, þar sem þeir ræddu málið. 27. ágúst 2021 22:31
KSÍ neitar að hafa boðið þolanda þagnarskyldusamning Knattspyrnusamband Íslands segir það rangt að lögmaður á vegum sambandsins hafi boðið þolanda ofbeldis af hálfu landsliðsmann í knattspyrnu þagnarskyldusamning gegn bótagreiðslu. Aðgerðahópurinn Öfgar öfgar skorar á Guðna Bergsson, formann KSÍ, að segja af sér. 27. ágúst 2021 21:59