Mengun frá skemmtiferðaskipum minnki um allt að helming Heimir Már Pétursson skrifar 28. júlí 2021 19:00 Mengunin frá skemmtiferðaskipum er augljós á þessari mynd. Stöð 2/Kristinn Gauti Faxaflóahafnir stefna á að ljúka uppbyggingu fyrir raftengingu farþegaskipa í höfnum allra hafna fyrirtækisins innan fimm ára. Þannig verður dregið úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og loftgæði almennt bætt í borginni. Risastór farþegaskip eins og það sem lá við Skarfabakka í dag er á við íslenskt bæjarfélag með þúsundir manna um borð. Á meðan þau staldra við í höfninni eru þau að brenna olíu og menga þar af leiðandi töluvert mikið. Á fágætum góðviðrisdegi eins og í Reykjavík í dag blasir mengunin við. Í ár er einungis búist við sjötíu komum skemtiferðaskipa en í góðu ári eins og 2019 komu 190 skip með 200 þúsund farþega. Miklu munar að geta tengt skipin við rafmagn á meðan þau liggja við bryggju. Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Faxaflóahafna segir ávinninginn af landtengingu skemmtiferðaskipa ekki mældan í krónum heldur loftgæðum.Stöð 2/Kristinn Gauti Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Faxaflóahafna segir rafvæðingu hafna Faxaflóahafna í raun hafa byrjað fyrir nokkrum árum. „Gamla höfnin í Reykjavík býður upp á það sem kallað er lágspennutengingar. Þannig að ferðaþjónustan þar líka er landtengd. Við erum að vinna með stóru skipafélögunum í Sundahöfn um landtengingar gámaskipanna,“segir Magnús Þór. Reiknað sé meðað því verkefni ljúki næsta vetur en það sé unnið með Veitum og ríki. „Síðan er stóra verkefnið sem eru farþegaskipin. Það er ákaflega stórt og dýrt verkefni. Það gæti verið fjárfesting upp á fjóra milljarða myndi ég áætla. Þá erum við að tala um þrjár tengingar í Sundahöfn, eina á Akranesi og eina á Miðbakkanum í gömlu höfninni,“ segir forstjóri Faxaflóahafna. Í ár er aðeins reiknað með sjötíu komum skemmtiferðaskipa til Faxaflóahafna. Árið 2019 voru komurnar hins vegar 190 og komu um tvö hundruð þúsund farþegar með þeim skipum.Stöð 2/Kristinn Gauti Búist sé við að þetta verði klárað á árunum 2025 og 2026. Þetta sé hins vegar fjárfesting sem borgi sig seint í krónum talið. Horft sé til tveggja annarra þátta. Losun gróðurhúsalofttegunda og annarra lofttegunda sem varði loftgæði, eins og brenisteinsefni og svifryk. „En við áætlum að við getum í báðum þessum þáttum minkað losun um fjörtíu til fimmtíu prósent. Þá er ég að tala um alla umferðina frá því skipin koma í okkar umsjón og inn fyrir höfnina,“ segir Magnús Þór Ásmundsson. Ferðamennska á Íslandi Loftslagsmál Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Risastór farþegaskip eins og það sem lá við Skarfabakka í dag er á við íslenskt bæjarfélag með þúsundir manna um borð. Á meðan þau staldra við í höfninni eru þau að brenna olíu og menga þar af leiðandi töluvert mikið. Á fágætum góðviðrisdegi eins og í Reykjavík í dag blasir mengunin við. Í ár er einungis búist við sjötíu komum skemtiferðaskipa en í góðu ári eins og 2019 komu 190 skip með 200 þúsund farþega. Miklu munar að geta tengt skipin við rafmagn á meðan þau liggja við bryggju. Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Faxaflóahafna segir ávinninginn af landtengingu skemmtiferðaskipa ekki mældan í krónum heldur loftgæðum.Stöð 2/Kristinn Gauti Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Faxaflóahafna segir rafvæðingu hafna Faxaflóahafna í raun hafa byrjað fyrir nokkrum árum. „Gamla höfnin í Reykjavík býður upp á það sem kallað er lágspennutengingar. Þannig að ferðaþjónustan þar líka er landtengd. Við erum að vinna með stóru skipafélögunum í Sundahöfn um landtengingar gámaskipanna,“segir Magnús Þór. Reiknað sé meðað því verkefni ljúki næsta vetur en það sé unnið með Veitum og ríki. „Síðan er stóra verkefnið sem eru farþegaskipin. Það er ákaflega stórt og dýrt verkefni. Það gæti verið fjárfesting upp á fjóra milljarða myndi ég áætla. Þá erum við að tala um þrjár tengingar í Sundahöfn, eina á Akranesi og eina á Miðbakkanum í gömlu höfninni,“ segir forstjóri Faxaflóahafna. Í ár er aðeins reiknað með sjötíu komum skemmtiferðaskipa til Faxaflóahafna. Árið 2019 voru komurnar hins vegar 190 og komu um tvö hundruð þúsund farþegar með þeim skipum.Stöð 2/Kristinn Gauti Búist sé við að þetta verði klárað á árunum 2025 og 2026. Þetta sé hins vegar fjárfesting sem borgi sig seint í krónum talið. Horft sé til tveggja annarra þátta. Losun gróðurhúsalofttegunda og annarra lofttegunda sem varði loftgæði, eins og brenisteinsefni og svifryk. „En við áætlum að við getum í báðum þessum þáttum minkað losun um fjörtíu til fimmtíu prósent. Þá er ég að tala um alla umferðina frá því skipin koma í okkar umsjón og inn fyrir höfnina,“ segir Magnús Þór Ásmundsson.
Ferðamennska á Íslandi Loftslagsmál Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira