Yfirlæknir á von á miklu lægra hlutfalli alvarlegra veikra Snorri Másson skrifar 28. júlí 2021 11:51 Runólfur Pálsson er yfirmaður Covid-göngudeildar á Landspítala. Vísir/Sigurjón 115 greindust með kórónuveiruna í gær, sem er næstmesti smitfjöldi sem greinst hefur á einum degi frá upphafi faraldurs. Óbólusettur Íslendingur, yngri en 60 ára, er kominn í gjörgæslu á Landspítalanum vegna Covid-sýkingar. Um 6000 sýni voru tekin í gær, en þau hafa aldrei verið fleiri frá því að faraldurinn hófst. Af þeim hafa hingað til 115 greinst en enn er verið að greina sýni, þannig að þeim gæti fjölgað. Fimm sjúklingar voru lagðir inn á sjúkrahús í gær eftir að Covid-göngudeildin mat það nauðsynlegt. Runólfur Pálsson, yfirlæknir göngudeildarinnar, segir að átta liggi á sjúkrahúsi og þar af eru allir bólusettir, nema sá sem liggur á gjörgæslu. Sá sem liggur á gjörgæslu er einnig sá eini sem er yngri en 60 ára. „Ástand þeirra er stöðugt. Það er einn einstaklingur sem var fluttur á gjörgæslu til frekari vöktunar en ástand þeirra er annars stöðugt.“ Nú eru 853 einstaklingar í eftirliti hjá göngudeildinni, sem þýðir að hún leitast við að fylgjast með líðan þeirra. Mun fleiri eru þó líklega smitaðir úti í samfélaginu einkennalausir, að mati Runólfs. Spítalinn átti von á að innlögnum myndi fjölga en ekki er tímabært að fullyrða um hvort þær séu jafntíðar og í fyrri bylgjum. „Ég á von á því að fjöldinn sem veikist alvarlega og muni þurfa að leggjast inn á sjúkrahús, að hlutfallið sem lendi í þeirri stöðu verði miklu lægra heldur en áður hefur verið.“ Ekki beri að oftúlka innlagnirnar hingað til Helsta verkefni stjórnvalda þessa stundina er að fylgjast með hlutfalli alvarlegra veika á meðal þeirra sem fengið hafa bólusetningu. Því lægra sem það reynist, þeim mun minni samkomutakmörkunum má búast við. Heilbrigðisráðherra hefur kallað eftir þolinmæði á meðan þessara upplýsinga er aflað. „Næstu dagar munu kannski skýra myndina betur en ég myndi ekki leggja of mikið upp úr því á þessu stigi þótt þessar innlagnir hafi átt sér stað í gær.“ 14 daga nýgengi innanlandssmita á hverja 100.000 íbúa mælist nú 217,3 hér á landi, sem bendir til þess að Ísland kemst æ nærri því að teljast rautt land samkvæmt alþjóðlegum mælikvörðum. Það getur haft mikil áhrif á flæði ferðafólks til og frá landinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ekki búið að ljúka greiningu sýna: Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28. júlí 2021 10:44 Tveir heimilismenn á Grund greindust smitaðir Tveir heimilismenn Grundar að Hringbraut hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Smitið má rekja til starfsmanns heimilisins sem var í vinnu í síðustu viku. 28. júlí 2021 09:29 Vill „mikið frelsi innanlands“ ef alvarleg veikindi reynast mjög fátíð Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra boðar mikið frelsi innanlands ef alvarleg veikindi á meðal bólusettra reynast fátíð á næstu vikum. 27. júlí 2021 18:35 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Um 6000 sýni voru tekin í gær, en þau hafa aldrei verið fleiri frá því að faraldurinn hófst. Af þeim hafa hingað til 115 greinst en enn er verið að greina sýni, þannig að þeim gæti fjölgað. Fimm sjúklingar voru lagðir inn á sjúkrahús í gær eftir að Covid-göngudeildin mat það nauðsynlegt. Runólfur Pálsson, yfirlæknir göngudeildarinnar, segir að átta liggi á sjúkrahúsi og þar af eru allir bólusettir, nema sá sem liggur á gjörgæslu. Sá sem liggur á gjörgæslu er einnig sá eini sem er yngri en 60 ára. „Ástand þeirra er stöðugt. Það er einn einstaklingur sem var fluttur á gjörgæslu til frekari vöktunar en ástand þeirra er annars stöðugt.“ Nú eru 853 einstaklingar í eftirliti hjá göngudeildinni, sem þýðir að hún leitast við að fylgjast með líðan þeirra. Mun fleiri eru þó líklega smitaðir úti í samfélaginu einkennalausir, að mati Runólfs. Spítalinn átti von á að innlögnum myndi fjölga en ekki er tímabært að fullyrða um hvort þær séu jafntíðar og í fyrri bylgjum. „Ég á von á því að fjöldinn sem veikist alvarlega og muni þurfa að leggjast inn á sjúkrahús, að hlutfallið sem lendi í þeirri stöðu verði miklu lægra heldur en áður hefur verið.“ Ekki beri að oftúlka innlagnirnar hingað til Helsta verkefni stjórnvalda þessa stundina er að fylgjast með hlutfalli alvarlegra veika á meðal þeirra sem fengið hafa bólusetningu. Því lægra sem það reynist, þeim mun minni samkomutakmörkunum má búast við. Heilbrigðisráðherra hefur kallað eftir þolinmæði á meðan þessara upplýsinga er aflað. „Næstu dagar munu kannski skýra myndina betur en ég myndi ekki leggja of mikið upp úr því á þessu stigi þótt þessar innlagnir hafi átt sér stað í gær.“ 14 daga nýgengi innanlandssmita á hverja 100.000 íbúa mælist nú 217,3 hér á landi, sem bendir til þess að Ísland kemst æ nærri því að teljast rautt land samkvæmt alþjóðlegum mælikvörðum. Það getur haft mikil áhrif á flæði ferðafólks til og frá landinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ekki búið að ljúka greiningu sýna: Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28. júlí 2021 10:44 Tveir heimilismenn á Grund greindust smitaðir Tveir heimilismenn Grundar að Hringbraut hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Smitið má rekja til starfsmanns heimilisins sem var í vinnu í síðustu viku. 28. júlí 2021 09:29 Vill „mikið frelsi innanlands“ ef alvarleg veikindi reynast mjög fátíð Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra boðar mikið frelsi innanlands ef alvarleg veikindi á meðal bólusettra reynast fátíð á næstu vikum. 27. júlí 2021 18:35 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Ekki búið að ljúka greiningu sýna: Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28. júlí 2021 10:44
Tveir heimilismenn á Grund greindust smitaðir Tveir heimilismenn Grundar að Hringbraut hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Smitið má rekja til starfsmanns heimilisins sem var í vinnu í síðustu viku. 28. júlí 2021 09:29
Vill „mikið frelsi innanlands“ ef alvarleg veikindi reynast mjög fátíð Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra boðar mikið frelsi innanlands ef alvarleg veikindi á meðal bólusettra reynast fátíð á næstu vikum. 27. júlí 2021 18:35