Rakningarappið er algjör bylting sem hefur ekki enn náð fram að ganga Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júlí 2021 12:45 vísir/egill Hið uppfærða rakningarapp er „algjör bylting“ að sögn Jóhanns B. Skúlasonar, yfirmanns smitrakningarteymis almannavarna. Vandamálið er bara að flestir eiga eftir að uppfæra forritið í símunum sínum og ganga um með gamla og óvirka útgáfu í vasanum. „Það er mjög mikilvægt að allir sem hafa hlaðið appinu niður í iPhone fari inn í App Store í símanum og athugi hvort þeir eigi eftir að uppfæra það,“ segir Jóhann. Rakningarappið á App Store. Ef þar stendur „open" hefur það uppfært sig sjálft en ef þar stendur „update" verður þú að gjöra svo vel að uppfæra það hið snarasta!skjáskot Rakningarappið var kynnt til leiks síðasta sumar og átti þá, líkt og nú, að vera „algjör bylting“ og auðvelda smitrakningarteyminu mjög að rekja ferðir þeirra sem greinast með veiruna og samskipti við aðra sem gætu hafa orðið útsettir. Sú varð þó eiginlega aldrei raunin: „Nei, það komu upp tæknilegir hnökrar á iPhone-útgáfunni sem flestir eru með. Appið var eiginlega of vítt og sendi skilaboð á allt of marga. Við höfum lítið að gera við upplýsingar um alla sem þú labbaðir kannski bara fram hjá smitaður. Það er allt of mikil vinna að fara í gegn um það,“ segir Jóhann. Getur sent öllum útsettum boð í einu Nú er búið að breyta þessu, þrengja útreikningana í appinu sem virkar nú loks sem skildi. „Þetta er algjör „game changer“ þessi nýja útgáfa,“ segir Jóhann. „Algjör bylting fyrir okkar starf í smitrakningarteyminu.“ Þannig reiknar nýja appið út hverjir voru í það miklu návígi við smitaðan einstakling nokkra daga áður en hann smitaðist. „Og ef þú greinist með smit þá geturðu látið appið senda út boð á alla sem eru innan þessa mengis. Og þá vita þeir að þeir voru í návígi við einhvern smitaðan og geta dregið sig í hlé og farið varlega. Þannig það er tvennt sem þú færð út úr nýju útgáfunni: Þú getur varað aðra við og þú getur fengið aðvaranir. Sem þú vilt auðvitað fagnandi fá,“ segir Jóhann. Appið beri uppi smitrakningu í framtíðinni Annars hefur verið meira en nóg að gera hjá smitrakningarteyminu frá því að bylgjan sem nú ríður yfir hófst. Jóhann segir þó engan bilbug að finna á starfsmönnum teymisins og vonar að sem flestir fari nú í símann og uppfæri appið. „Í framtíðinni ef þessi faraldur heldur lengur áfram þá vonum við auðvitað að allir verði bara með appið og að við getum reitt okkur á það." 96 greindust með veiruna í gær og 71 daginn þar á undan. Samkvæmt nýjustu tölum á covid.is eru um sjö hundruð manns í einangrun hér á landi og um tvö þúsund í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Tengdar fréttir Landlæknir hvetur alla til að uppfæra rakningarappið Á upplýsingafundi rétt í þessu kynnti Alma Möller landlæknir til sögunnar uppfærslu á smitrakningarappinu, sem felur í sér að nú geta símar „átt samskipti“ við aðra síma í nágrenninu með Bluetooth. 12. maí 2021 11:41 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
„Það er mjög mikilvægt að allir sem hafa hlaðið appinu niður í iPhone fari inn í App Store í símanum og athugi hvort þeir eigi eftir að uppfæra það,“ segir Jóhann. Rakningarappið á App Store. Ef þar stendur „open" hefur það uppfært sig sjálft en ef þar stendur „update" verður þú að gjöra svo vel að uppfæra það hið snarasta!skjáskot Rakningarappið var kynnt til leiks síðasta sumar og átti þá, líkt og nú, að vera „algjör bylting“ og auðvelda smitrakningarteyminu mjög að rekja ferðir þeirra sem greinast með veiruna og samskipti við aðra sem gætu hafa orðið útsettir. Sú varð þó eiginlega aldrei raunin: „Nei, það komu upp tæknilegir hnökrar á iPhone-útgáfunni sem flestir eru með. Appið var eiginlega of vítt og sendi skilaboð á allt of marga. Við höfum lítið að gera við upplýsingar um alla sem þú labbaðir kannski bara fram hjá smitaður. Það er allt of mikil vinna að fara í gegn um það,“ segir Jóhann. Getur sent öllum útsettum boð í einu Nú er búið að breyta þessu, þrengja útreikningana í appinu sem virkar nú loks sem skildi. „Þetta er algjör „game changer“ þessi nýja útgáfa,“ segir Jóhann. „Algjör bylting fyrir okkar starf í smitrakningarteyminu.“ Þannig reiknar nýja appið út hverjir voru í það miklu návígi við smitaðan einstakling nokkra daga áður en hann smitaðist. „Og ef þú greinist með smit þá geturðu látið appið senda út boð á alla sem eru innan þessa mengis. Og þá vita þeir að þeir voru í návígi við einhvern smitaðan og geta dregið sig í hlé og farið varlega. Þannig það er tvennt sem þú færð út úr nýju útgáfunni: Þú getur varað aðra við og þú getur fengið aðvaranir. Sem þú vilt auðvitað fagnandi fá,“ segir Jóhann. Appið beri uppi smitrakningu í framtíðinni Annars hefur verið meira en nóg að gera hjá smitrakningarteyminu frá því að bylgjan sem nú ríður yfir hófst. Jóhann segir þó engan bilbug að finna á starfsmönnum teymisins og vonar að sem flestir fari nú í símann og uppfæri appið. „Í framtíðinni ef þessi faraldur heldur lengur áfram þá vonum við auðvitað að allir verði bara með appið og að við getum reitt okkur á það." 96 greindust með veiruna í gær og 71 daginn þar á undan. Samkvæmt nýjustu tölum á covid.is eru um sjö hundruð manns í einangrun hér á landi og um tvö þúsund í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Tengdar fréttir Landlæknir hvetur alla til að uppfæra rakningarappið Á upplýsingafundi rétt í þessu kynnti Alma Möller landlæknir til sögunnar uppfærslu á smitrakningarappinu, sem felur í sér að nú geta símar „átt samskipti“ við aðra síma í nágrenninu með Bluetooth. 12. maí 2021 11:41 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Landlæknir hvetur alla til að uppfæra rakningarappið Á upplýsingafundi rétt í þessu kynnti Alma Möller landlæknir til sögunnar uppfærslu á smitrakningarappinu, sem felur í sér að nú geta símar „átt samskipti“ við aðra síma í nágrenninu með Bluetooth. 12. maí 2021 11:41