Sport

Snæfríður Sól setti nýtt Íslandsmet í fyrsta Ólympíusundinu sínu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snæfríður Sól Jórunnardóttir stóð sig vel í sínu fyrsta sundi á Ólympíuleikum.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir stóð sig vel í sínu fyrsta sundi á Ólympíuleikum. Fésbók/Sundsamband Íslands

Íslenska sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir hóf Ólympíuferil sinn á því að setja nýtt Íslandsmet þegar hún synti 200 metra skriðsund á Ólympíuleikunum í Tókýó.

Þetta var ekki bara fyrsta greinin hennar á þessum leikum heldur fyrsta greinin hjá henni á Ólympíuleikum en hún er tvítug.

Snæfríður Sól synti á 02:00,20 mín. og bætti sitt eigið Íslandsmet frá því í mars sem var 02:00,50 mín. Snæfríður Sól átti einnig Íslandsmetið þegar hún sló það í mars.

Snæfríður Sól synti á áttundu braut í þriðja riðli í undankeppninni en alls voru riðlarnir fjórir. Snæfríður Sól varð síðustu, 3.82 sekúndum á eftir Tékkanum Barboru Seemanovu sem vann riðilinn á 1:56.38 mín.

Í riðli Snæfríðar synti meðal annars heimsmethafinn Federica Pellegrini sem varð að sætta sig við fimmta sætið á 1:57.33 mín.

Snæfríður Sól endaði í 22. sæti í undankeppninni af 29 keppendum. Hin bandaríska Katie Ledecky náði bestum tíma þegar hún synti á 1:55.28 mín.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.