Sport

Kristján: Miðað við gang leiksins hefði Keflavík átt sigurinn skilið

Andri Már Eggertsson skrifar
Kristján var afar fegin að sigurinn hafi dottið Stjörnu megin í kvöld
Kristján var afar fegin að sigurinn hafi dottið Stjörnu megin í kvöld Vísir/Vilhelm

Stjarnan fóru með sigur af býtum 1-2 eftir að hafa skapaða sér engin færi mest allan leikinn. Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar var kátur með sigurinn í leiks lok

„Miðað við hvernig leikurinn spilaðist hefði Keflavík átt skilið að vinna leikinn þegar allt er tekið inn í reikninginn."

„Mér fannst við ráða illa við að spila út úr pressunni sem Keflavík setti á okkur. Í fyrri hálfleik vorum við að tapa boltanum klaufalega og náðum aldrei neinum takti í leiknum," sagði Kristján eftir leik. 

Alma Mathiesen kom Stjörnunni yfir snemma leiks og var Kristján svekktur að þær náðu ekki að byggja ofan á það.

„Mögulega er þetta hættan þegar við skorum, leikurinn var nánast ekki farinn í gang. Við vorum heilt yfir slakar sóknarlega."

„Við horfum á það jákvæða sem er að við þurftum að spila mikla vörn í kvöld sem mér fannst ganga vel hjá okkur."

Stjarnan hafði tapað tveim síðustu leikjunum sínum og mögulega gæti óvæntur sigur líkt og þessi verið það sem hópurinn þurfti.

„Við höfum spilað leik þar sem við áttum sigurinn skilið en ekki sótt hann. Í kvöld vorum við hinu megin við borðið og þess þarf ef við ætlum að halda í við liðin í toppbaráttunni," sagði Kristján að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×