Lögregla tengt innbrot í heimahús við færslur á samfélagsmiðlum Eiður Þór Árnason skrifar 15. júlí 2021 14:49 Mörgum þykir freistandi að birta ljósmyndir úr fríinu á samfélagsmiðlum. Vísir/vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tengt innbrot í heimahús við færslur á samfélagsmiðlum þar sem íbúar greina frá því að þeir séu í fríi og þar með að heiman. Töluvert hefur verið um innbrot og þjófnaði á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og telur lögregla fulla ástæðu til að vera á varðbergi. Meðal annars er um að ræða þjófnaði á reiðhjólum, rafmagnshlaupahjólum og vespum, auk þess sem nokkuð hefur verið um innbrot í bíla, heimili, geymslur og á byggingarsvæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni en ítarlega verður fjallað um stöðuna í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar verður meðal annars rætt við yfirlögregluþjón sem lýsir ástandinu sem faraldri. Lögreglan brýnir fyrir fólki að fara varlega í að birta ljósmyndir á samfélagsmiðlum sem gefa til kynna að það sé að heiman. Þá er fólk hvatt til þess að geyma reiðhjól og vespur innandyra, ef það hefur tök á. Einnig eru umráðamenn ökutækja minntir á að hafa ekki hluti í augsýn, sem kunna að freista þjófa. Mikilvægt að ganga tryggilega frá „Viðbúið er að hinir illa fengnu hlutir séu boðnir til kaups og því nauðsynlegt að hafa varan á. Lögreglan ítrekar jafnframt að fólk láti vita um grunsamlegar mannaferðir (taki ljósmyndir ef slíkt er mögulegt) og að það skrifi líka hjá sér, t.d. bílnúmer eða jafnvel lýsingar á fólki, ef eitthvað óvenjulegt á sér stað í umhverfi þess,“ segir í færslu á Facebook-síðu lögreglu. Vill lögreglan einnig minna á mikilvægi þess að ganga tryggilega frá heimilum þegar fólk er að heiman í lengri eða skemmri tíma. Þá sé mælt með því að tilkynna nágrönnum um slíkt þar sem nágrannavarsla geti oft á tíðum skipt sköpum þegar kemur að því að koma í veg fyrir innbrot eða upplýsa þau. „Innbrotsþjófar fylgjast gjarnan með húsum áður en þeir láta til skarar skríða, fara inn í garða og hringja jafnvel dyrabjöllunni og þykjast vera að spyrja eftir einhverjum og því er mikilvægt að hafa þessi atriði í huga. Munið að það er betra að hringja einum sinni of oft í lögregluna með upplýsingar af þessu tagi en einu sinni of sjaldan.“ Lögreglumál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Meðal annars er um að ræða þjófnaði á reiðhjólum, rafmagnshlaupahjólum og vespum, auk þess sem nokkuð hefur verið um innbrot í bíla, heimili, geymslur og á byggingarsvæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni en ítarlega verður fjallað um stöðuna í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar verður meðal annars rætt við yfirlögregluþjón sem lýsir ástandinu sem faraldri. Lögreglan brýnir fyrir fólki að fara varlega í að birta ljósmyndir á samfélagsmiðlum sem gefa til kynna að það sé að heiman. Þá er fólk hvatt til þess að geyma reiðhjól og vespur innandyra, ef það hefur tök á. Einnig eru umráðamenn ökutækja minntir á að hafa ekki hluti í augsýn, sem kunna að freista þjófa. Mikilvægt að ganga tryggilega frá „Viðbúið er að hinir illa fengnu hlutir séu boðnir til kaups og því nauðsynlegt að hafa varan á. Lögreglan ítrekar jafnframt að fólk láti vita um grunsamlegar mannaferðir (taki ljósmyndir ef slíkt er mögulegt) og að það skrifi líka hjá sér, t.d. bílnúmer eða jafnvel lýsingar á fólki, ef eitthvað óvenjulegt á sér stað í umhverfi þess,“ segir í færslu á Facebook-síðu lögreglu. Vill lögreglan einnig minna á mikilvægi þess að ganga tryggilega frá heimilum þegar fólk er að heiman í lengri eða skemmri tíma. Þá sé mælt með því að tilkynna nágrönnum um slíkt þar sem nágrannavarsla geti oft á tíðum skipt sköpum þegar kemur að því að koma í veg fyrir innbrot eða upplýsa þau. „Innbrotsþjófar fylgjast gjarnan með húsum áður en þeir láta til skarar skríða, fara inn í garða og hringja jafnvel dyrabjöllunni og þykjast vera að spyrja eftir einhverjum og því er mikilvægt að hafa þessi atriði í huga. Munið að það er betra að hringja einum sinni of oft í lögregluna með upplýsingar af þessu tagi en einu sinni of sjaldan.“
Lögreglumál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira