Erlent

Lést eftir smit af tveimur afbrigðum veirunnar á sama tíma

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Bólusett gegn kórónuveirunni í Belgíu. Konan lést í mars síðastliðnum og var ekki bólusett.
Bólusett gegn kórónuveirunni í Belgíu. Konan lést í mars síðastliðnum og var ekki bólusett. Vísir/getty

Níræð kona frá Belgíu, sem lést af völdum Covid-19, var smituð af bæði alpha- og beta-afbrigðum veirunnar á sama tíma.

Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um í dag. Konan var ekki bólusett en hún var lögð inn á sjúkrahús í belgísku borginni Aalst í mars síðastliðnum og greindist með kórónuveiruna samdægurs. Heilsu hennar hrakaði hratt og hún lést fimm dögum eftir innlögn. 

Haft er eftir einum rannsakenda að bæði afbrigðin hafi verið útbreidd í Belgíu á þessum tíma og að konan hafi líklegast smitast af afbrigðunum á tveimur stöðum. Ekki er þó vitað hvernig konan smitaðist. Þá sé erfitt að segja til um það hvort afbrigðin tvö hafi átt þátt í því hversu hratt henni versnaði. Rannsóknin hefur ekki verið ritrýnd en var nýlega kynnt á evrópuþingi um smitsjúkdóma.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×