Vann Ólympíumeistarann og tók líka af henni heimsmetið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2021 09:30 Sydney McLaughlin trúði því varla að hún hefði sett nýtt heimsmet. AP/Ashley Landis Sydney McLaughlin setti nýtt heimsmet í nótt í 400 metra grindahlaupi á bandaríska úrtökumótinu í frjálsum íþróttum fyrir Ólympíuleikana í Tókýó. McLaughlin varð þá fyrsta konan til að hlaupa 400 metra grindahlaup á undir 52 sekúndum en hún kom í mark á 51,9 sekúndum. A WORLD RECORD FOR SYDNEY. #TrackFieldTrials21 https://t.co/iU2fqGSQfi— #TokyoOlympics (@NBCOlympics) June 28, 2021 Það sérstaka við heimsmet McLaughlin var að sú sem átti heimsmetið var að keppa við hana í hlaupinu. Heimsmet Dalilah Muhammad var upp á 52,16 sekúndur en það setti hún á heimsmeistaramótinu í Dóha í Katar í október 2019. Muhammad endaði í öðru sæti í hlaupinu og tryggði sér líka sæti í Ólympíuliði Bandaríkjamanna. Það verður því mjög áhugavert einvígi á milli þeirra á Ólympíuleikunum enda ekki mjög oft sem tveir heimsmethafar mætast á hlaupabrautinni. Anna Cockrell varð þriðja og fékk líka farseðil á Ólympíuleikana. What an incredible race. Sydney McLaughlin sets a WORLD RECORD in the 400m hurdles, running 51.90. Dalilah Muhammad has her best race of the season by far, after coming back from having Covid, and runs 52.42. And collegian Anna Cockrell (3rd, 53.70) makes the Olympic team! pic.twitter.com/mZk5H6tAel— Fast Women (@fast_women) June 28, 2021 McLaughlin fór niður á hnén eftir að hún kom í markið og hélt fyrir munninn eins og hún trúði því ekki að hún væri búin að setja nýtt heimsmet. Muhammad var sú fyrsta sem fór til hennar og óskaði henni til hamingju. Sydney McLaughlin var með á síðustu Ólympíuleikum í Ríó en þá aðeins sextán ára gömul. Hún rétt missti af sæti í úrslitahlaupinu. Hún varð aftur á móti í öðru sæti á eftir Daliluh Muhammad á heimsmeistaramótinu 2019. Sydney McLaughlin crushes it in the 400m hurdles, 51.90 seconds NEW WORLD RECORD pic.twitter.com/ofS5HeK06O— Billy Heyen (@BillyHeyen) June 28, 2021 Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Sjá meira
McLaughlin varð þá fyrsta konan til að hlaupa 400 metra grindahlaup á undir 52 sekúndum en hún kom í mark á 51,9 sekúndum. A WORLD RECORD FOR SYDNEY. #TrackFieldTrials21 https://t.co/iU2fqGSQfi— #TokyoOlympics (@NBCOlympics) June 28, 2021 Það sérstaka við heimsmet McLaughlin var að sú sem átti heimsmetið var að keppa við hana í hlaupinu. Heimsmet Dalilah Muhammad var upp á 52,16 sekúndur en það setti hún á heimsmeistaramótinu í Dóha í Katar í október 2019. Muhammad endaði í öðru sæti í hlaupinu og tryggði sér líka sæti í Ólympíuliði Bandaríkjamanna. Það verður því mjög áhugavert einvígi á milli þeirra á Ólympíuleikunum enda ekki mjög oft sem tveir heimsmethafar mætast á hlaupabrautinni. Anna Cockrell varð þriðja og fékk líka farseðil á Ólympíuleikana. What an incredible race. Sydney McLaughlin sets a WORLD RECORD in the 400m hurdles, running 51.90. Dalilah Muhammad has her best race of the season by far, after coming back from having Covid, and runs 52.42. And collegian Anna Cockrell (3rd, 53.70) makes the Olympic team! pic.twitter.com/mZk5H6tAel— Fast Women (@fast_women) June 28, 2021 McLaughlin fór niður á hnén eftir að hún kom í markið og hélt fyrir munninn eins og hún trúði því ekki að hún væri búin að setja nýtt heimsmet. Muhammad var sú fyrsta sem fór til hennar og óskaði henni til hamingju. Sydney McLaughlin var með á síðustu Ólympíuleikum í Ríó en þá aðeins sextán ára gömul. Hún rétt missti af sæti í úrslitahlaupinu. Hún varð aftur á móti í öðru sæti á eftir Daliluh Muhammad á heimsmeistaramótinu 2019. Sydney McLaughlin crushes it in the 400m hurdles, 51.90 seconds NEW WORLD RECORD pic.twitter.com/ofS5HeK06O— Billy Heyen (@BillyHeyen) June 28, 2021
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Sjá meira