Fagnar góðu gengi kvenna í prófkjörum flokksins Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. júní 2021 13:17 Vala Pálsdóttir segir það sérstaklega ánægjulegt hversu vel konum hefur gengið í prófkjörum flokksins. Vísir/Sigurjón Formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna fagnar góðum árangri kvenna í prófkjörum flokksins fyrir komandi kosningar. Kynjahlutföll oddvitanna í kjördæmunum sex eru jöfn og útlit er fyrir að sjö konur muni taka sæti á Alþingi fyrir flokkinn á næsta kjörtímabili, haldi flokkurinn fylgi sínu. „Ég held að við getum bara verið ánægðar með starfið á síðustu árum. Við eigum fjöldann allan af konum í sveitarstjórnarmálum og höfum lagt áherslu á að sýna það og gera konur sýnilegar í flokknum. Nú þegar prófkjörin fóru í hönd þá var ég ánægð með hve margar konru stigu fram og gáfu kost á sér,” segir Vala Pálsdóttir, formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna. Líkt og fram hefur komið hlaut Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í dag oddvitasæti í norðvesturkjördæmi, en Guðrún Hafsteinsdóttir leiðir lista flokksins í Suðurkjördæmi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir leiðir í Reykjavík, en ekki liggur fyrir hvort það verði í norður eða suður. Sjö konur fengju örugg þingsæti Fjórar konur eiga nú sæti á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokk en ef flokkurinn fær jafn mörg sæti á næsta kjörtímabili verða þær sjö talsins. Flokkurinn átti síðast svo margar konur á þingi árið 2016 en þá voru þingmenn hans fleiri, eða 21 talsins. „Ef við tökum mið af síðustu þingkosningum þar sem að flokkurinn fær fimmtán sæti, það eru í rauninni sjö konur sem myndu þá fá örugg þingsæti ef við horfum til síðustu kosninga. En ég tel að þessi þátttaka sýni það að flokkurinn er í sókn þannig að vonandi fjölgar þingmönnum, en þetta er auðvitað frábær árangur að sjá að við förum úr fjórum þingkonum í sjö,” segir Vala. Ekki endilega ákall um breytingar Diljá Mist Einarsdóttir var hástökkvari flokksins í Reykjavíkurkjördæmi, en þetta var hennar fyrsta framboð og hún hafnaði í þriðja sæti listans. Þá hlaut Guðrún Hafsteinsdóttir einnig brautargengi þegar hún bauð sig fram, í fyrsta sinn, í oddvitasæti í Suðurkjördæmi. Vala vill ekki endilega meina að kjósendur flokksins þyrsti í breytingar. „Mér fannst kjósendur bæði sýna skýran vilja með hvaða þingmenn þeir vildu að sætu áfram en vildu líka hleypa nýju fólki að og ég held að við séum að sýna það að við erum bara í sóknargír," segir hún. „Á síðustu árum hefur til að mynda Landssamband Sjálfstæðiskvenna lagt áherslu á þær konur sem starfa í stjórnmálum, bæði á vettvangi sveitarstjórna og landsmála. Við höfum líka fengið tvær ungar konur sem hafa tekið ráðherrasæti og staðið sig bara með góðri prýði og látið verkin tala. Þeim hefur verið treyst til verka og þetta blæs auðvitað fleirum byr í brjóst.” Kynjahlutföll oddvita hjá Vinstri grænum, Viðreisn og Pírötum eru einnig jöfn en fleiri karlar skipa efstu sætin hjá Framsókn og fleiri konur hjá Samfylkingu. Ekki eru komnir fram framboðslistar frá Miðflokki og Flokki fólksins. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
„Ég held að við getum bara verið ánægðar með starfið á síðustu árum. Við eigum fjöldann allan af konum í sveitarstjórnarmálum og höfum lagt áherslu á að sýna það og gera konur sýnilegar í flokknum. Nú þegar prófkjörin fóru í hönd þá var ég ánægð með hve margar konru stigu fram og gáfu kost á sér,” segir Vala Pálsdóttir, formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna. Líkt og fram hefur komið hlaut Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í dag oddvitasæti í norðvesturkjördæmi, en Guðrún Hafsteinsdóttir leiðir lista flokksins í Suðurkjördæmi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir leiðir í Reykjavík, en ekki liggur fyrir hvort það verði í norður eða suður. Sjö konur fengju örugg þingsæti Fjórar konur eiga nú sæti á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokk en ef flokkurinn fær jafn mörg sæti á næsta kjörtímabili verða þær sjö talsins. Flokkurinn átti síðast svo margar konur á þingi árið 2016 en þá voru þingmenn hans fleiri, eða 21 talsins. „Ef við tökum mið af síðustu þingkosningum þar sem að flokkurinn fær fimmtán sæti, það eru í rauninni sjö konur sem myndu þá fá örugg þingsæti ef við horfum til síðustu kosninga. En ég tel að þessi þátttaka sýni það að flokkurinn er í sókn þannig að vonandi fjölgar þingmönnum, en þetta er auðvitað frábær árangur að sjá að við förum úr fjórum þingkonum í sjö,” segir Vala. Ekki endilega ákall um breytingar Diljá Mist Einarsdóttir var hástökkvari flokksins í Reykjavíkurkjördæmi, en þetta var hennar fyrsta framboð og hún hafnaði í þriðja sæti listans. Þá hlaut Guðrún Hafsteinsdóttir einnig brautargengi þegar hún bauð sig fram, í fyrsta sinn, í oddvitasæti í Suðurkjördæmi. Vala vill ekki endilega meina að kjósendur flokksins þyrsti í breytingar. „Mér fannst kjósendur bæði sýna skýran vilja með hvaða þingmenn þeir vildu að sætu áfram en vildu líka hleypa nýju fólki að og ég held að við séum að sýna það að við erum bara í sóknargír," segir hún. „Á síðustu árum hefur til að mynda Landssamband Sjálfstæðiskvenna lagt áherslu á þær konur sem starfa í stjórnmálum, bæði á vettvangi sveitarstjórna og landsmála. Við höfum líka fengið tvær ungar konur sem hafa tekið ráðherrasæti og staðið sig bara með góðri prýði og látið verkin tala. Þeim hefur verið treyst til verka og þetta blæs auðvitað fleirum byr í brjóst.” Kynjahlutföll oddvita hjá Vinstri grænum, Viðreisn og Pírötum eru einnig jöfn en fleiri karlar skipa efstu sætin hjá Framsókn og fleiri konur hjá Samfylkingu. Ekki eru komnir fram framboðslistar frá Miðflokki og Flokki fólksins.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira