Sport

Keppendur geta losnað við keppinauta sína á ÓL með því að kjafta frá

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Allir keppendur á Ólympíuleikunum í Tókýó verða bólusettir með Pfizer/BioNTech bóluefninu.
Allir keppendur á Ólympíuleikunum í Tókýó verða bólusettir með Pfizer/BioNTech bóluefninu. Getty/Pavlo Gonchar

Það verða strangar sóttvarnarreglur í gildi á Ólympíuleikunum í Tókýó og það gæti orðið afdrifaríkt fyrir keppendur að brjóta þær.

Alþjóðaólympíunefndin hefur gefið frá sér nýjan kórónuveirureglur fyrir leikanna og það er sérstaklega ein sem hefur vakið athygli.

Keppendur á Ólympíuleikum hafa aðsetur í Ólympíuþorpinu og þar fer ýmislegt fram sem fer aldrei út úr þorpinu.

Nú er Alþjóðaólympíunefndin aftur á móti að hvetja keppendur til að klaga keppinauta sína sjái þeir þá brjóta sóttvarnarreglur.

Allar slíkar kvartanir verða teknar fyrir og kannaðar nánar og niðurstaðan gæti orðið að viðkomandi keppendi yrði rekinn heim af Ólympíuleikunum.

Refsingar eru vissulega misharðar. Íþróttafólkið gæti verið sektað, það gæti verið dæmt úr leik en svo gæti líka farið að það myndi missa verðlaunin sín, verið rekið af leikunum eða jafnvel verið vísað úr landi.

Samkvæmt sóttvarnarreglunum þá eiga allir að vera með grímu þegar þess er krafist, þeir þurfa að fylgja öllum nálægðartakmörunum þegar við á og þeir verða líka að gangast undir kórónuveirupróf sé ástæða til þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×