Sport

Dag­skráin: Úr­slitin ráðast á Ás­völlum, stór­leikir á EM og US Open

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úrslitin ráðast í dag.
Úrslitin ráðast í dag. Vísir/Hulda Margrét

Það er NÓG um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Úrslitin ráðast í Olís deild karla í handbolta og þá eru þrír leikir á EM að venju ásamt US Open í golfi.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.25 hefst útsendingin frá Ásvöllum þar sem Haukar mæta Val í síðari leik liðanna um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta. Valur leiðir með þremur mörkum og því þurfa Haukar að eiga sinn besta leik til að landa dollunni eftirsóttu.

Klukkan 21.10 er Seinni bylgjan á dagskrá þar sem farið verður yfir leikinn.

Stöð 2 Sport / Stöð 2 EM2020

Að venju hefst upphitun klukkan 12.30. Klukkan 13.00 er komið að leik Svíþjóð og Slóvakíu. Bæði lið byrjuðu af krafti og sigur í dag gæti tryggt farseðilinn í 16-liða úrslit. Eftir leik verður hann svo gerður upp af sérfræðingum Stöðvar 2 Sport.

Klukkan 15.30 hefst upphitun fyrir leik Króatíu og Tékklands en sá leikur hefst klukkan 16.00. Króatar verða að vinna ef þeir ætla sér ekki að fara heim með skottið á milli lappanna. Sigur hjá Tékkum og þeir eru komnir í 16-liða úrslit. Eftir leik verður hann svo gerður upp af sérfræðingum Stöðvar 2 Sport.

Klukkan 17.30 hefst upphitun fyrir stórleik Englands og Skotlands sem fram fer á Wembley í Lundúnum. Leikurinn hefst svo klukkan 18.00. England er í sömu stöðu og Tékkland á meðan Skotar þurfa allavega stig til að halda draumnum lifandi.

Eftir leik verður hann gerður upp og klukkan 21.00 er EM í dag á dagskrá.

Stöð 2 Golf

Klukkan 14.30 hefst Meijer LPGA Classic-mótið í golfi. Klukkan 18.00 er svo komið að US Open.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×