Sport

Dag­skráin í dag: EM, EM, EM og golf

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Belgar mæta á Parken í dag.
Belgar mæta á Parken í dag. EPA-EFE/Dmitry Lovetsky

Það eru mjög spennandi leikir framundan á Evrópumótinu í knattspyrnu í dag. Þá er nóg af golfi á dagskrá.

Stöð 2 Sport 2 / Stöð 2 EM2020

Upphitun fyrir leiki dagsins hefst klukkan 12.30 og klukkan 13.00 er komið að leik Úkraínu og Norður-Makedóníu. Eftir leik verður hann svo gerður upp og farið yfir allt það helsta.

Klukkan 15.30 hefst upphitun fyrir stórleik Danmerkur og Belgíu sem fram fer á Parken í Kaupmannahöfn. Leikurinn hefst klukkan 16.00. Eftir leik verður hann svo gerður upp og farið yfir allt það helsta.

Að lokum er leikur Hollands og Austurríkis á dagskrá klukkan 18.00 en bæði lið unnu í fyrstu umferð og því ljóst að sigurvegarinn tryggir sér sæti í 16-liða úrslitum.

Klukkan 21.00 er svo komið að EM í dag.

Stöð 2 Golf

Klukkan 14.30 er Meijer LPGA classic-mótið á dagskrá. Klukkan 18.00 er US Open á dagskrá.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.