Fótbolti

Tékkar og Slóvakar áttu gærdaginn á EM og hér er markasyrpa dagsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Marshall náði ekki að koma í veg fyrir að Patrik Schick skoraði hjá honum frá miðju.
David Marshall náði ekki að koma í veg fyrir að Patrik Schick skoraði hjá honum frá miðju. AP/Andy Buchanan,

Tékkar og Slóvakar hafa unnið Evrópumeistaratitil saman undir merkjum Tékkóslóvakíu en í gær fögnuðu báðar þjóðirnar sigri á Evrópumótinu í knattspyrnu.

Tékkland vann 2-0 sigur á Skotlandi og seinna um daginn vann Slóvakíu 2-1 sigur á Póllandi. Lokaleikur kvöldsins var síðan markalaust jafntefli Spánverja og Svía.

Tékkinn Patrik Schick skoraði bæði mörk síns liðs og það seinna vakti mikla athygli enda nánast skorað frá miðju. Schick átti þá frábært skot sem var hæfileg blanda af útsjónarsemi, fljótri hugsun og skottækni.

Fyrra mark Slóvaka á móti Póllandi var skráð sem sjálfsmark á pólska markvörðinn Wojciech Szczęsny sem hafði þá ekki heppnina með sér en sigurmarkið skoraði Milan Skriniar með flottu skoti.

Hér fyrir neðan má sjá markasyrpu gærdagsins á EM.

Klippa: Mörkin á EM 14. júníFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.