Sport

Dag­skráin í dag: Dauðariðillinn á EM, Ís­land gegn Ír­landi og úr­slita­rimman í Olís deild karla

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gunnhildur og stöllur mæta Írum á Laugardalsvelli í dag.
Gunnhildur og stöllur mæta Írum á Laugardalsvelli í dag. vísir/hulda margrét

Það er heldur betur nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag en hægt er að sitja í sófanum frá klukkan 15.30 og fram eftir kvöldi.

EM heldur áfram en í dag eru tveir leikir á dagskránni í dauðariðlinum. Ungverjaland gegn Portúgal og stórleikur kvöldsins er Frakkland gegn Þýskalandi.

Íslenska kvennalandsliðið mætir Írlandi í vináttulandsleik en er liðin mættust fyrir helgi unnu íslensku stelpurnar 3-2 sigur. Hefst útsending klukkan 16.45.

Úrslitarimman í Olís deild karla hefst svo í kvöld en þar mætast Valur og Haukar. Hefst útsending klukkan 18.45.

Allar beinar útsendingar dagsins má finna hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.