EM heldur áfram en í dag eru tveir leikir á dagskránni í dauðariðlinum. Ungverjaland gegn Portúgal og stórleikur kvöldsins er Frakkland gegn Þýskalandi.
Íslenska kvennalandsliðið mætir Írlandi í vináttulandsleik en er liðin mættust fyrir helgi unnu íslensku stelpurnar 3-2 sigur. Hefst útsending klukkan 16.45.
Úrslitarimman í Olís deild karla hefst svo í kvöld en þar mætast Valur og Haukar. Hefst útsending klukkan 18.45.