Fótbolti

Brasilía byrjar á sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Neymar var á skotskónum í kvöld.
Neymar var á skotskónum í kvöld. @CopaAmerica

Brasilía byrjar Suður-Ameríkukeppnina, Copa América, með 3-0 sigir á Venesúela.

Í raun er ótrúlegt að leikurinn hafi farið fram eftir allt ruglið í kringum mótið þar sem það hefur gengið skelfilega að finna land til að halda mótið. Þá kom upp hópsmit hjá Venesúela skömmu fyrir mót.

Leikurinn fór hins vegar fram á Estádio Nacional de Brasília-vellinum í Brasilíu í kvöld og lauk með 2-0 sigri heimamanna. Miðvörðurinn Marquinhos kom heimamönnum yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins í kvöld.

Um miðbik síðari hálfleiks fengu heimamenn vítaspyrnu. Neymar fór á punktinn og tvöfaldaði forystuna. Staðan orðin 2-0 og var hún þannig allt þangað til ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma.

Neymar lagði þá upp mark fyrir varamanninn Gabriel Barbosa sem tryggði þægilegan 3-0 sigur Brasilíu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.