Vopnið ófundið: Maður um tvítugt í lífshættu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. júní 2021 16:27 Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir rannsókn málsins í fullum gangi. Vísir/Einar Vopn sem notað var þegar karlmaður um tvítugt var stunginn í miðbænum í nótt er ekki fundið. Maðurinn liggur þungt haldinn á Landspítalanum en lögreglan handtók meintan árásarmann í heimahúsi í Kópavogi undir morgun. Lögreglan fékk tilkynningu um átök milli manna fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna í Hafnarstræti í miðbænum á öðrum tímanum í nótt. „Við áttuðum okkur á því að þarna hefði orðið hnífstunga. Maður verið stunginn í kviðinn. Hann fluttur á slysadeild og er enn þá í krítísku ástandi eins og læknar kalla það, sem ég held að sé hægt að túlka þannig að sé enn þá í lífshættu, og síðan var sá sem er grunaður um verknaðinn handtekinn undir morgun,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var handtekinn í heimahúsi í Kópavogi. Lögreglan kannar hvort að bílbruni í Kópavogi tengist málinu. „Það voru tveir bílbrunar í nótt og þessi bílbruni í Árbænum tengist þessu ekki neitt en það var bílbruni í Kópavogi og það er til rannsóknar hvort þetta tengist: bílbruninn í Kópavogi og þetta mál í miðbænum.“ Grímur segir báða mennina um tvítugt og vera Íslendinga. Hann telur ekki að málið tengist skipulagðri glæpastarfsemi. „Við erum ekkert að rannsaka þetta mál með tilliti til þess sérstaklega. Það er svo sem bara alltaf allt undir þegar verið er að rannsaka og við leggjum ekkert af stað í neina rannsókn með eitthvað fyrir fram ákveðnar hugmyndir en ekkert sérstaklega upp í þessu tilefni.“ Árásin átti sér stað í Hafnarstræti í nótt.Vísir/Einar Grímur segir enn leitað að vopninu sem notað var í nótt. „Vopnið sem kann að hafa verið notað við þennan verknað er ekki fundið. Það var lagt hald á hníf í miðbænum en við erum bara ekki viss um það að það hafi verið vopnið sem var notað við þennan verknað þannig að við erum enn þá með það til skoðunar.“ Aðspurður um hvort að málið eigi sér aðdraganda og hvort mennirnir hafi áður átt í deilum segir Grímur það á meðal þess sem verið er að skoða. „Það er náttúrulega bara það sem við erum að reyna að varpa ljósi á hver vegna þetta gerðist.“ Lögreglumál Reykjavík Hnífsstunguárás við Ingólfstorg Tengdar fréttir Í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbænum í nótt Einn er í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einstaklingurinn er á gjörgæslu eftir að hafa verið stunginn í kviðinn en sá grunaði var handtekinn í morgun og er nú í haldi lögreglu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 13. júní 2021 11:11 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Lögreglan fékk tilkynningu um átök milli manna fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna í Hafnarstræti í miðbænum á öðrum tímanum í nótt. „Við áttuðum okkur á því að þarna hefði orðið hnífstunga. Maður verið stunginn í kviðinn. Hann fluttur á slysadeild og er enn þá í krítísku ástandi eins og læknar kalla það, sem ég held að sé hægt að túlka þannig að sé enn þá í lífshættu, og síðan var sá sem er grunaður um verknaðinn handtekinn undir morgun,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var handtekinn í heimahúsi í Kópavogi. Lögreglan kannar hvort að bílbruni í Kópavogi tengist málinu. „Það voru tveir bílbrunar í nótt og þessi bílbruni í Árbænum tengist þessu ekki neitt en það var bílbruni í Kópavogi og það er til rannsóknar hvort þetta tengist: bílbruninn í Kópavogi og þetta mál í miðbænum.“ Grímur segir báða mennina um tvítugt og vera Íslendinga. Hann telur ekki að málið tengist skipulagðri glæpastarfsemi. „Við erum ekkert að rannsaka þetta mál með tilliti til þess sérstaklega. Það er svo sem bara alltaf allt undir þegar verið er að rannsaka og við leggjum ekkert af stað í neina rannsókn með eitthvað fyrir fram ákveðnar hugmyndir en ekkert sérstaklega upp í þessu tilefni.“ Árásin átti sér stað í Hafnarstræti í nótt.Vísir/Einar Grímur segir enn leitað að vopninu sem notað var í nótt. „Vopnið sem kann að hafa verið notað við þennan verknað er ekki fundið. Það var lagt hald á hníf í miðbænum en við erum bara ekki viss um það að það hafi verið vopnið sem var notað við þennan verknað þannig að við erum enn þá með það til skoðunar.“ Aðspurður um hvort að málið eigi sér aðdraganda og hvort mennirnir hafi áður átt í deilum segir Grímur það á meðal þess sem verið er að skoða. „Það er náttúrulega bara það sem við erum að reyna að varpa ljósi á hver vegna þetta gerðist.“
Lögreglumál Reykjavík Hnífsstunguárás við Ingólfstorg Tengdar fréttir Í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbænum í nótt Einn er í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einstaklingurinn er á gjörgæslu eftir að hafa verið stunginn í kviðinn en sá grunaði var handtekinn í morgun og er nú í haldi lögreglu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 13. júní 2021 11:11 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbænum í nótt Einn er í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einstaklingurinn er á gjörgæslu eftir að hafa verið stunginn í kviðinn en sá grunaði var handtekinn í morgun og er nú í haldi lögreglu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 13. júní 2021 11:11