Arnar Þór á mikið erindi á Alþingi Haraldur Ólafsson skrifar 11. júní 2021 08:01 Ófæran Á ferðalagi er mikilvægt að ná næstu beygju og komast í gegnum þá skafla sem fyrir verða. Það er líka mikilvægt að vita hvert er haldið og hvaða leið er valin. Jafnvel þótt einhverjar hugmyndir séu uppi um áfangastað dugir það ekki ef ökumaðurinn velur leið með sífellt krappari beygjum, þrengri slóða og stærri sköflum, leið sem endar í ófæru. Sú leið að fela öðrum en þeim, sem þiggja umboð sitt frá fólkinu í landinu, að setja fleiri og fleiri lög á ótal sviðum er ófæra. Uppruninn og lesturinn Sífellt fleiri lög á Íslandi eiga rætur í tilskipunum sem berast með pósti frá útlöndum. Þær reglur sem samdar eru með þarfir erlendra stjórþjóða í huga geta orðið til mikillar óþurftar á Íslandi. Þær geta þjónað hagsmunum stórþjóðanna, eða þeirra sem þar ráða, á kostnað hagsmuna Íslendinga með beinum og skýrum hætti, en þær geta líka verið verulega kostnaðarsamar og íþyngjandi fyrir íslensk samfélag, án þess að öðrum þjóðum sé nokkur hagur af því. Eflaust eru margar af þessum erlendu reglum ágætar og til bóta fyrir landsmenn. Þær má þá taka upp í íslensk lög, höfundunum í útlöndum fullkomlega að meinalausu.Mönnum eins og Arnari Þór Jónssyni er öðrum fremur treystandi í slíkt verkefni. Ekki spillir svo að Arnar Þór er afar hallur undir að ungt fólk nái góðri færni í að lesa, skrifa og reikna. Taumlaus velsæld og gleði Arnar Þór er hlynntur frelsi til orðs og æðis í framtíðarsamfélagi þar sem allir tútna út af velsæld, gleði, réttsýni og þekkingu. Það eru reyndar flestir aðrir á sömu línu svo það eitt dugir ekki þegar velja þarf fólk til að smíða lög. Það þarf kraft, yfirvegun og glöggskyggni. Á það allt við um Arnar Þór. Það þarf kraft til að rífa sig úr þægilegri innivinnu, starfi sem tekið hefur áratugi að koma sér í og mun fleiri vilja, en fá. Arnar Þór Jónsson hafði kraft til að koma sér í það starf og sýnir nú að hann hefur kraft til að hætta því og takast á við að vinna hugsjónum brautargengi. Það er erfitt að snúa svoleiðis menn niður. Arnar Þór hefur mjög mikla þekkingu á þeim sviðum sem til þarf og hann ber líka í sér atorku, skynsemi og þá glöggskyggni sem svo nauðsynleg er fyrir þá sem taka að sér að smíða Íslendingum lög. Svo er hann svo háttvís menn hugsa sig tvisvar um áður en þeir leggja í hann. Niðurstaðan Niðurstaðan eru sú að það er verulega góð hugmynd að styðja Arnar Þór Jónsson í yfirstandandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Haraldur Ólafsson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ófæran Á ferðalagi er mikilvægt að ná næstu beygju og komast í gegnum þá skafla sem fyrir verða. Það er líka mikilvægt að vita hvert er haldið og hvaða leið er valin. Jafnvel þótt einhverjar hugmyndir séu uppi um áfangastað dugir það ekki ef ökumaðurinn velur leið með sífellt krappari beygjum, þrengri slóða og stærri sköflum, leið sem endar í ófæru. Sú leið að fela öðrum en þeim, sem þiggja umboð sitt frá fólkinu í landinu, að setja fleiri og fleiri lög á ótal sviðum er ófæra. Uppruninn og lesturinn Sífellt fleiri lög á Íslandi eiga rætur í tilskipunum sem berast með pósti frá útlöndum. Þær reglur sem samdar eru með þarfir erlendra stjórþjóða í huga geta orðið til mikillar óþurftar á Íslandi. Þær geta þjónað hagsmunum stórþjóðanna, eða þeirra sem þar ráða, á kostnað hagsmuna Íslendinga með beinum og skýrum hætti, en þær geta líka verið verulega kostnaðarsamar og íþyngjandi fyrir íslensk samfélag, án þess að öðrum þjóðum sé nokkur hagur af því. Eflaust eru margar af þessum erlendu reglum ágætar og til bóta fyrir landsmenn. Þær má þá taka upp í íslensk lög, höfundunum í útlöndum fullkomlega að meinalausu.Mönnum eins og Arnari Þór Jónssyni er öðrum fremur treystandi í slíkt verkefni. Ekki spillir svo að Arnar Þór er afar hallur undir að ungt fólk nái góðri færni í að lesa, skrifa og reikna. Taumlaus velsæld og gleði Arnar Þór er hlynntur frelsi til orðs og æðis í framtíðarsamfélagi þar sem allir tútna út af velsæld, gleði, réttsýni og þekkingu. Það eru reyndar flestir aðrir á sömu línu svo það eitt dugir ekki þegar velja þarf fólk til að smíða lög. Það þarf kraft, yfirvegun og glöggskyggni. Á það allt við um Arnar Þór. Það þarf kraft til að rífa sig úr þægilegri innivinnu, starfi sem tekið hefur áratugi að koma sér í og mun fleiri vilja, en fá. Arnar Þór Jónsson hafði kraft til að koma sér í það starf og sýnir nú að hann hefur kraft til að hætta því og takast á við að vinna hugsjónum brautargengi. Það er erfitt að snúa svoleiðis menn niður. Arnar Þór hefur mjög mikla þekkingu á þeim sviðum sem til þarf og hann ber líka í sér atorku, skynsemi og þá glöggskyggni sem svo nauðsynleg er fyrir þá sem taka að sér að smíða Íslendingum lög. Svo er hann svo háttvís menn hugsa sig tvisvar um áður en þeir leggja í hann. Niðurstaðan Niðurstaðan eru sú að það er verulega góð hugmynd að styðja Arnar Þór Jónsson í yfirstandandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar