Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir Kjartan Kjartansson skrifar 8. júní 2021 11:15 Drengur gengur fram hjá veggmynd af Daniel Ortega forseta í höfuðborginni Managva. Vísir/EPA Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara. Ortega forseti sækist eftir fjórða kjörtímabili sínu í röð í kosningunum sem fara fram 7. nóvember. Hann lét breyta lögum til að hann gæti boðið sig fram fyrir síðustu kosningar árið 2016 en hann hefur setið á forsetastóli óslitið frá 2006. Hörð mótmæli gegn stjórn Ortega geisuðu 2018 og 2019 og drápu öryggissveitir ríkisins hundruð mótmælenda. Reiði mótmælendanna beindist ekki aðeins að breytingum sem Ortega vildi gera almannatryggingakerfi landsins heldur einnig spillingu hans og fjölskyldu hans. Rosario Murillo, eiginkona Ortega, er varaforseti landsins þrátt fyrir að hún hafi aldrei verið kjörin til opinbers embættis. Þá hefur verið hlaðið undir börn þeirra hjóna og vildarvini. Cristiana Chamorro var handtekin í síðustu viku og er henni nú haldið í stofufangelsi þar sem hún fær ekki að hafa samskipti við umheiminn. Yfirvöld saka hana um peningaþvætti.AP/Diana Ulloa Handtekinn á grundvelli laga um landráð Stjórnarandstaðan sakar Ortega nú um að kúgunarherferð í aðdraganda kosninga sem hann óttist að tapa. Í síðustu viku handtóku yfirvöld Christiönu Chamorro, einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar. AP-fréttastofan segir að henni sé nú haldið í stofufangelsi án sambands við umheiminn og hún sökuð um peningaþvætti. Á laugardag var svo Arturo Cruz Sequeira, fyrrverandi sendiherra Níkaragva í Bandaríkjunum, handtekinn við komuna til landsins á grundvelli umdeildra laga um landráð sem stjórn Ortega lét samþykkja í desember. Cruz er talinn líklegasta forsetaefni stjórnarandstöðuflokksins Borgarar fyrir frelsi. Dómari úrskurðaði Cruz í níutíu daga gæsluvarðhald að kröfu ríkissaksóknara í dag. Ríkisstjórnin lét einnig breyta lögum um gæsluvarðhald í desember þannig að hægt væri að úrskurða fólk í níutíu daga varðhald að hámarki í stað tveggja sólarhringa áður. Lögmaður Cruz segist hvorki vita hvar Cruz sé haldið né hvernig honum heilsist. Þá hefur lögmaður Chamorro ekki fengið upplýsingar um stöðu rannsóknarinnar á henni. Bandaríkjastjórn hefur krafist þess að níkaragvönsk yfirvöld láti þau Chamorro og Cruz laus tafarlaust. Stjórnarandstöðuflokkurinn Þjóðarbandalagið segir að Félix Maradiaga, annar líklegur forsetaframbjóðandi, hafi verið boðaður í viðtal á skrifstofu ríkissaksóknara í dag. Maradiaga segist grunlaus um tilefni boðunarinnar. Safna öllum þráðum valdsins á sínar hendur Ortega forseti var leiðtogi marxísku skæruliðasamtakanna sandínista sem steyptu einræðisherranum Anastasio Somoza Debayle af stóli í vopnaðri byltingu árið 1979. Eftir rúmlega áratugslanga valdatíð sandínista sem litaðist af átökum við Contra-skæruliðana sem nutu stuðnings Bandaríkjastjórnar beið Ortega ósigur í kosningum árið 1990. Árið 2006 endurheimti Ortega forsetaembættið. Stjórnartíð hans hófst ágætlega enda naut Níkaragva rausnarlegs stuðnings olíuríkisins Venesúela. Verulega hefur fjarað undan efnahag Níkaragva samhliða hruni sem hefur átt sér stað í vinaríkinu. Á síðustu fimmtán árum hefur Ortega fest völd sín í sessi og náð tangarhaldi á öllum helstu valdastofnunum: þinginu, dómstólum, hernum, lögreglu og saksóknurum. Þá ganga ásakanir um spillingu Ortega-fjölskyldunnar og sandínista fjöllunum hærra í Níkaragva. Níkaragva Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Ortega forseti sækist eftir fjórða kjörtímabili sínu í röð í kosningunum sem fara fram 7. nóvember. Hann lét breyta lögum til að hann gæti boðið sig fram fyrir síðustu kosningar árið 2016 en hann hefur setið á forsetastóli óslitið frá 2006. Hörð mótmæli gegn stjórn Ortega geisuðu 2018 og 2019 og drápu öryggissveitir ríkisins hundruð mótmælenda. Reiði mótmælendanna beindist ekki aðeins að breytingum sem Ortega vildi gera almannatryggingakerfi landsins heldur einnig spillingu hans og fjölskyldu hans. Rosario Murillo, eiginkona Ortega, er varaforseti landsins þrátt fyrir að hún hafi aldrei verið kjörin til opinbers embættis. Þá hefur verið hlaðið undir börn þeirra hjóna og vildarvini. Cristiana Chamorro var handtekin í síðustu viku og er henni nú haldið í stofufangelsi þar sem hún fær ekki að hafa samskipti við umheiminn. Yfirvöld saka hana um peningaþvætti.AP/Diana Ulloa Handtekinn á grundvelli laga um landráð Stjórnarandstaðan sakar Ortega nú um að kúgunarherferð í aðdraganda kosninga sem hann óttist að tapa. Í síðustu viku handtóku yfirvöld Christiönu Chamorro, einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar. AP-fréttastofan segir að henni sé nú haldið í stofufangelsi án sambands við umheiminn og hún sökuð um peningaþvætti. Á laugardag var svo Arturo Cruz Sequeira, fyrrverandi sendiherra Níkaragva í Bandaríkjunum, handtekinn við komuna til landsins á grundvelli umdeildra laga um landráð sem stjórn Ortega lét samþykkja í desember. Cruz er talinn líklegasta forsetaefni stjórnarandstöðuflokksins Borgarar fyrir frelsi. Dómari úrskurðaði Cruz í níutíu daga gæsluvarðhald að kröfu ríkissaksóknara í dag. Ríkisstjórnin lét einnig breyta lögum um gæsluvarðhald í desember þannig að hægt væri að úrskurða fólk í níutíu daga varðhald að hámarki í stað tveggja sólarhringa áður. Lögmaður Cruz segist hvorki vita hvar Cruz sé haldið né hvernig honum heilsist. Þá hefur lögmaður Chamorro ekki fengið upplýsingar um stöðu rannsóknarinnar á henni. Bandaríkjastjórn hefur krafist þess að níkaragvönsk yfirvöld láti þau Chamorro og Cruz laus tafarlaust. Stjórnarandstöðuflokkurinn Þjóðarbandalagið segir að Félix Maradiaga, annar líklegur forsetaframbjóðandi, hafi verið boðaður í viðtal á skrifstofu ríkissaksóknara í dag. Maradiaga segist grunlaus um tilefni boðunarinnar. Safna öllum þráðum valdsins á sínar hendur Ortega forseti var leiðtogi marxísku skæruliðasamtakanna sandínista sem steyptu einræðisherranum Anastasio Somoza Debayle af stóli í vopnaðri byltingu árið 1979. Eftir rúmlega áratugslanga valdatíð sandínista sem litaðist af átökum við Contra-skæruliðana sem nutu stuðnings Bandaríkjastjórnar beið Ortega ósigur í kosningum árið 1990. Árið 2006 endurheimti Ortega forsetaembættið. Stjórnartíð hans hófst ágætlega enda naut Níkaragva rausnarlegs stuðnings olíuríkisins Venesúela. Verulega hefur fjarað undan efnahag Níkaragva samhliða hruni sem hefur átt sér stað í vinaríkinu. Á síðustu fimmtán árum hefur Ortega fest völd sín í sessi og náð tangarhaldi á öllum helstu valdastofnunum: þinginu, dómstólum, hernum, lögreglu og saksóknurum. Þá ganga ásakanir um spillingu Ortega-fjölskyldunnar og sandínista fjöllunum hærra í Níkaragva.
Níkaragva Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira