Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að um níutíu prósent fullorðinna hafi fengið fyrri skammt bóluefnis í seinni hluta mánaðarins. Samkvæmt afléttingaráætlun ætti því að vera hægt að létta á öllum takmörkunum í mánuðinum.

Fjallað verður um máli í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fylgst með fólki hlaupa í bólusetningu eftir að árangur þeirra var dreginn í bólusetningarhappdrættinu.

Í fréttatímanum heyrum við í íslensku fjallgöngugörpunum sem náðu toppi Everest í síðasta mánuði. Þeir smituðust báðir af kórónuveirunni í fjallinu og var mikil áskorun fyrir þá að koma sér aftur til byggða.

Berghildur Erla Bernharðsdóttir, fréttamaður okkar, útskýrir meðferð með ofskynjunarsveppum í fréttatímanum. Rætt verður við formann Geðhjálpar og formann Geðlæknafélags Íslands en meðferðin er talin afar gagnleg þeim sem eru með kvíða og þunglyndi.

Þá greinum við frá nýrri könnun Maskínu um ferðahug Íslendinga út fyrir landsteinana.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á Stöð 2 og Bylgjunni kl. 18:30. Hlusta má á fréttirnar í spilaranum hér að neðan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.