Fátt sem kemur í veg fyrir nýtt stjórnarsamstarf í Ísrael Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. maí 2021 18:08 Enginn hefur setið lengur sem forsætisráðherra Ísraels en Netanjahú. AP/Menahem Kahana Stjórnartíð Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels, virðist á enda komin en erlendir miðlar greina nú frá því að leiðtogi hægri þjóðernisflokksins hafi gengið að tillögum miðjuflokksins Yesh Atid um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Greint var frá því í dag að leiðtogi miðjuflokksins, Yair Lapid, væri kominn á lokametrana með að mynda nýja ríkisstjórn. BBC greindi frá því í dag að samkomulag flokkanna um ríkisstjórnarsamstarf feli í sér að formaður þjóðernisflokksins, Naftali Bennett, verði forsætisráðherra á fyrri hluta kjörtímabilsins áður en Yesh Atid taki við embættinu á síðari hluta þess. Yair Lapid, leiðtogi miðjuflokksins Yesh Atid, og Naftali Bennett, leiðtogi hægri þjóðernisflokksins Yamina.getty/Uriel Sinai Flokkur Bennetts er með sex þingmenn og gefur stjórnarandstöðusamstarfsflokkum meirihluta í þinginu. Flokkarnir sem myndu sameinast í nýrri stjórn eru af bæði vinstri og hægri vængnum og af miðjunni. Flokkar Bennetts og Lapids eiga fátt sameiginlegt annað en vilja til að koma Netanjahú frá völdum. Enginn forsætisráðherra Ísraels hefur setið eins lengi og Netanjahú en hann tók við embætti forsætisráðherra árið 2009. Hann hefur nú verið ákærður fyrir fjársvik og er mál hans enn fyrir dómi. Fernar kosningar á tveimur árum Stjórnarkreppa hefur ríkt í Ísrael síðustu tvö ár. Fernar þingkosningar hafa farið fram á síðustu tveimur árum en flokkunum ekki tekist að mynda ríkisstjórn eftir þær. Síðast var kosið í mars og fékk Netanjahú umboð frá forseta landsins til að mynda ríkisstjórn en tókst það ekki. Lapid hefur nú það umboð og hefur fram á miðvikudag til að lýsa yfir nýju ríkisstjórnarsamstarfi. Það virðist ætla að hafast hjá honum eftir að hann og Bennett náðu saman í dag. Ísrael Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Greint var frá því í dag að leiðtogi miðjuflokksins, Yair Lapid, væri kominn á lokametrana með að mynda nýja ríkisstjórn. BBC greindi frá því í dag að samkomulag flokkanna um ríkisstjórnarsamstarf feli í sér að formaður þjóðernisflokksins, Naftali Bennett, verði forsætisráðherra á fyrri hluta kjörtímabilsins áður en Yesh Atid taki við embættinu á síðari hluta þess. Yair Lapid, leiðtogi miðjuflokksins Yesh Atid, og Naftali Bennett, leiðtogi hægri þjóðernisflokksins Yamina.getty/Uriel Sinai Flokkur Bennetts er með sex þingmenn og gefur stjórnarandstöðusamstarfsflokkum meirihluta í þinginu. Flokkarnir sem myndu sameinast í nýrri stjórn eru af bæði vinstri og hægri vængnum og af miðjunni. Flokkar Bennetts og Lapids eiga fátt sameiginlegt annað en vilja til að koma Netanjahú frá völdum. Enginn forsætisráðherra Ísraels hefur setið eins lengi og Netanjahú en hann tók við embætti forsætisráðherra árið 2009. Hann hefur nú verið ákærður fyrir fjársvik og er mál hans enn fyrir dómi. Fernar kosningar á tveimur árum Stjórnarkreppa hefur ríkt í Ísrael síðustu tvö ár. Fernar þingkosningar hafa farið fram á síðustu tveimur árum en flokkunum ekki tekist að mynda ríkisstjórn eftir þær. Síðast var kosið í mars og fékk Netanjahú umboð frá forseta landsins til að mynda ríkisstjórn en tókst það ekki. Lapid hefur nú það umboð og hefur fram á miðvikudag til að lýsa yfir nýju ríkisstjórnarsamstarfi. Það virðist ætla að hafast hjá honum eftir að hann og Bennett náðu saman í dag.
Ísrael Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira