Fátt sem kemur í veg fyrir nýtt stjórnarsamstarf í Ísrael Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. maí 2021 18:08 Enginn hefur setið lengur sem forsætisráðherra Ísraels en Netanjahú. AP/Menahem Kahana Stjórnartíð Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels, virðist á enda komin en erlendir miðlar greina nú frá því að leiðtogi hægri þjóðernisflokksins hafi gengið að tillögum miðjuflokksins Yesh Atid um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Greint var frá því í dag að leiðtogi miðjuflokksins, Yair Lapid, væri kominn á lokametrana með að mynda nýja ríkisstjórn. BBC greindi frá því í dag að samkomulag flokkanna um ríkisstjórnarsamstarf feli í sér að formaður þjóðernisflokksins, Naftali Bennett, verði forsætisráðherra á fyrri hluta kjörtímabilsins áður en Yesh Atid taki við embættinu á síðari hluta þess. Yair Lapid, leiðtogi miðjuflokksins Yesh Atid, og Naftali Bennett, leiðtogi hægri þjóðernisflokksins Yamina.getty/Uriel Sinai Flokkur Bennetts er með sex þingmenn og gefur stjórnarandstöðusamstarfsflokkum meirihluta í þinginu. Flokkarnir sem myndu sameinast í nýrri stjórn eru af bæði vinstri og hægri vængnum og af miðjunni. Flokkar Bennetts og Lapids eiga fátt sameiginlegt annað en vilja til að koma Netanjahú frá völdum. Enginn forsætisráðherra Ísraels hefur setið eins lengi og Netanjahú en hann tók við embætti forsætisráðherra árið 2009. Hann hefur nú verið ákærður fyrir fjársvik og er mál hans enn fyrir dómi. Fernar kosningar á tveimur árum Stjórnarkreppa hefur ríkt í Ísrael síðustu tvö ár. Fernar þingkosningar hafa farið fram á síðustu tveimur árum en flokkunum ekki tekist að mynda ríkisstjórn eftir þær. Síðast var kosið í mars og fékk Netanjahú umboð frá forseta landsins til að mynda ríkisstjórn en tókst það ekki. Lapid hefur nú það umboð og hefur fram á miðvikudag til að lýsa yfir nýju ríkisstjórnarsamstarfi. Það virðist ætla að hafast hjá honum eftir að hann og Bennett náðu saman í dag. Ísrael Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Greint var frá því í dag að leiðtogi miðjuflokksins, Yair Lapid, væri kominn á lokametrana með að mynda nýja ríkisstjórn. BBC greindi frá því í dag að samkomulag flokkanna um ríkisstjórnarsamstarf feli í sér að formaður þjóðernisflokksins, Naftali Bennett, verði forsætisráðherra á fyrri hluta kjörtímabilsins áður en Yesh Atid taki við embættinu á síðari hluta þess. Yair Lapid, leiðtogi miðjuflokksins Yesh Atid, og Naftali Bennett, leiðtogi hægri þjóðernisflokksins Yamina.getty/Uriel Sinai Flokkur Bennetts er með sex þingmenn og gefur stjórnarandstöðusamstarfsflokkum meirihluta í þinginu. Flokkarnir sem myndu sameinast í nýrri stjórn eru af bæði vinstri og hægri vængnum og af miðjunni. Flokkar Bennetts og Lapids eiga fátt sameiginlegt annað en vilja til að koma Netanjahú frá völdum. Enginn forsætisráðherra Ísraels hefur setið eins lengi og Netanjahú en hann tók við embætti forsætisráðherra árið 2009. Hann hefur nú verið ákærður fyrir fjársvik og er mál hans enn fyrir dómi. Fernar kosningar á tveimur árum Stjórnarkreppa hefur ríkt í Ísrael síðustu tvö ár. Fernar þingkosningar hafa farið fram á síðustu tveimur árum en flokkunum ekki tekist að mynda ríkisstjórn eftir þær. Síðast var kosið í mars og fékk Netanjahú umboð frá forseta landsins til að mynda ríkisstjórn en tókst það ekki. Lapid hefur nú það umboð og hefur fram á miðvikudag til að lýsa yfir nýju ríkisstjórnarsamstarfi. Það virðist ætla að hafast hjá honum eftir að hann og Bennett náðu saman í dag.
Ísrael Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira