Erlent

Fátt sem kemur í veg fyrir nýtt stjórnar­sam­starf í Ísrael

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Enginn hefur setið lengur sem forsætisráðherra Ísraels en Netanjahú.
Enginn hefur setið lengur sem forsætisráðherra Ísraels en Netanjahú. AP/Menahem Kahana

Stjórnar­tíð Benja­míns Netanja­hús, for­sætis­ráð­herra Ísraels, virðist á enda komin en er­lendir miðlar greina nú frá því að leið­togi hægri þjóð­ernis­flokksins hafi gengið að til­lögum miðju­flokksins Yesh Atid um myndun nýrrar ríkis­stjórnar.

Greint var frá því í dag að leið­togi miðju­flokksins, Yair Lapid, væri kominn á loka­metrana með að mynda nýja ríkis­stjórn.

BBC greindi frá því í dag að sam­komu­lag flokkanna um ríkis­stjórnar­sam­starf feli í sér að for­maður þjóð­ernis­flokksins, Naftali Bennett, verði for­sætis­ráð­herra á fyrri hluta kjör­tíma­bilsins áður en Yesh Atid taki við em­bættinu á síðari hluta þess.

Yair Lapid, leiðtogi miðjuflokksins Yesh Atid, og Naftali Bennett, leiðtogi hægri þjóðernisflokksins Yamina.getty/Uriel Sinai

Flokkur Bennetts er með sex þingmenn og gefur stjórnarandstöðusamstarfsflokkum meirihluta í þinginu. Flokkarnir sem myndu sameinast í nýrri stjórn eru af bæði vinstri og hægri vængnum og af miðjunni.

Flokkar Bennetts og Lapids eiga fátt sam­eigin­legt annað en vilja til að koma Netanja­hú frá völdum.

Enginn for­sætis­ráð­herra Ísraels hefur setið eins lengi og Netanja­hú en hann tók við em­bætti for­sætis­ráð­herra árið 2009. Hann hefur nú verið á­kærður fyrir fjár­svik og er mál hans enn fyrir dómi.

Fernar kosningar á tveimur árum

Stjórnar­kreppa hefur ríkt í Ísrael síðustu tvö ár. Fernar þing­kosningar hafa farið fram á síðustu tveimur árum en flokkunum ekki tekist að mynda ríkis­stjórn eftir þær. Síðast var kosið í mars og fékk Netanja­hú um­boð frá for­seta landsins til að mynda ríkis­stjórn en tókst það ekki.

Lapid hefur nú það um­boð og hefur fram á mið­viku­dag til að lýsa yfir nýju ríkis­stjórnar­sam­starfi. Það virðist ætla að hafast hjá honum eftir að hann og Bennett náðu saman í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×