Mikil spenna milli Rússa og Bandaríkjamanna í Hörpu Heimir Már Pétursson skrifar 20. maí 2021 19:20 Sergei Lavrov og Antony Blinken hittust í fyrsta skipti eftir stjórnarskiptin í Washington á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík. norðurskautsráðið Mikil spenna ríkti milli Bandaríkjamanna og Rússa á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík. Rússar gagnrýna NATO ríkin harðlega fyrir hernaðaruppbyggingu við landamæri Rússlands og vilja að yfirmenn herafla Norðurskautsráðsins taki á ný upp reglulega fundi. Sergei Lavrov gagnrýndi viðvarandi staðsetningu herafla Bandaríkjanna og annarra NATO ríkja í Noregi sem hann sagði stefnubreytingu að hálfu Norðmanna. „Að sjálfsögðu látum við okkur það mest varða sem er að gerast næst landamærunum að okkurþ Noregur er okkar nálægasti nágranni sem við höfum mjög góð samskipti við,“ sagði Lavrov á fréttamannafundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í dag. Þrátt fyrir þetta væri herafli NATO ríkja efldur við landamærinn að Rússlandi. Sergei Lavrov hvetur til athafna í stað orða í samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands.norðurskautsráðið „Áform um að koma fyrir umfangsmiklum umframherafla í Póllandi sem nú eru til umræðu í Washington eru hrein og klár brot á grundvallarsamkomulagi Rússlands og NATO frá árinu 1997. Ég vona að allar NATO þjóðir geri sér grein fyrir að þetta er ekki spurning um gagnkvæmni, þetta snertir margháttaðar skuldbindingar NATO blokkarinnar gagnvart Rússlandi,“ sagði Lavrov. Rússar vildu endurvekja reglulega fundi yfirmanna herafla ríkja Norðurskautsráðsins til að samræma reglur og aðgerðir í loftferðar- og björgunarmálum. En þeim fundum var hætt eftir innlimun Rússa á Krímskaga árið 2014. Guðlaugur Þór Þórðarson undirstrikaði mikilvægi þess að óskyldum deilumálum ríkja um öryggis- og varnarmál yrði ekki hleypt inn í Norðurskautsráðið þar sem samstaða hafi ríkt um málefni þess.norðurskautsráðið Guðlaugur Þór brást við þessu með því að minna á að frá stofnun Norðurskautsráðsins hefði ríkt eining um að öryggismál væru þar ekki til umræðu. „Allt annað sem einstök ríki geta gert til að draga úr spennu milli landa er sjálfsagt. Stöðugleiki er að sjálfsögðu eitthvað sem ætti að horfa til með jákvæðum hætti en ég tel mikilvægt að við höldum Norðurskautsráðinu eins og það er,“ sagði Guðlaugur Þór. Þetta er í samræmi við málflutning Bandaríkjastjórnar sem þó hefur aukið viðveru herskipa Atlantshafsflotans í nágrenni Rússlands. Tvíhliða fundur Lavrovs og Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Hörpu í gærkvöldi var sagður góður þrátt fyrir greinilega spennu milli ríkjanna. „Við erum þeirrar skoðunar að leiðtogar Rússlands og Bandaríkjanna geti unnið saman og átt samvinnu. Þjóðir okkar, heimsbyggðin öll geta verið öruggari en nú og það er það sem við stefnum að,“ sagði Blinken fyrir fund hans og Lavrovs. Lavrov sagði Rússa og Bandaríkjamenn greina alvarlega á um mat á stöðu alþjóðamála og hvernig koma mætti samskiptum þjóðanna í eðlilegt horf. Tíma yfirlýsinga væri liðinn og tími athafna runninn upp. „Okkar afstaða er mjög einfööld. Við erum reiðubúnir til að ræða öll málefni án undantekninga en með þeim skilyrðum að þær viðræður verði heiðarlegar, með staðreyndir á borðinu og byggi að sjálfsögðu á gagnkvæmri virðingu,“ sagði Sergei Lavrov. Norðurslóðir Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Bandaríkin Rússland Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Sergei Lavrov gagnrýndi viðvarandi staðsetningu herafla Bandaríkjanna og annarra NATO ríkja í Noregi sem hann sagði stefnubreytingu að hálfu Norðmanna. „Að sjálfsögðu látum við okkur það mest varða sem er að gerast næst landamærunum að okkurþ Noregur er okkar nálægasti nágranni sem við höfum mjög góð samskipti við,“ sagði Lavrov á fréttamannafundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í dag. Þrátt fyrir þetta væri herafli NATO ríkja efldur við landamærinn að Rússlandi. Sergei Lavrov hvetur til athafna í stað orða í samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands.norðurskautsráðið „Áform um að koma fyrir umfangsmiklum umframherafla í Póllandi sem nú eru til umræðu í Washington eru hrein og klár brot á grundvallarsamkomulagi Rússlands og NATO frá árinu 1997. Ég vona að allar NATO þjóðir geri sér grein fyrir að þetta er ekki spurning um gagnkvæmni, þetta snertir margháttaðar skuldbindingar NATO blokkarinnar gagnvart Rússlandi,“ sagði Lavrov. Rússar vildu endurvekja reglulega fundi yfirmanna herafla ríkja Norðurskautsráðsins til að samræma reglur og aðgerðir í loftferðar- og björgunarmálum. En þeim fundum var hætt eftir innlimun Rússa á Krímskaga árið 2014. Guðlaugur Þór Þórðarson undirstrikaði mikilvægi þess að óskyldum deilumálum ríkja um öryggis- og varnarmál yrði ekki hleypt inn í Norðurskautsráðið þar sem samstaða hafi ríkt um málefni þess.norðurskautsráðið Guðlaugur Þór brást við þessu með því að minna á að frá stofnun Norðurskautsráðsins hefði ríkt eining um að öryggismál væru þar ekki til umræðu. „Allt annað sem einstök ríki geta gert til að draga úr spennu milli landa er sjálfsagt. Stöðugleiki er að sjálfsögðu eitthvað sem ætti að horfa til með jákvæðum hætti en ég tel mikilvægt að við höldum Norðurskautsráðinu eins og það er,“ sagði Guðlaugur Þór. Þetta er í samræmi við málflutning Bandaríkjastjórnar sem þó hefur aukið viðveru herskipa Atlantshafsflotans í nágrenni Rússlands. Tvíhliða fundur Lavrovs og Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Hörpu í gærkvöldi var sagður góður þrátt fyrir greinilega spennu milli ríkjanna. „Við erum þeirrar skoðunar að leiðtogar Rússlands og Bandaríkjanna geti unnið saman og átt samvinnu. Þjóðir okkar, heimsbyggðin öll geta verið öruggari en nú og það er það sem við stefnum að,“ sagði Blinken fyrir fund hans og Lavrovs. Lavrov sagði Rússa og Bandaríkjamenn greina alvarlega á um mat á stöðu alþjóðamála og hvernig koma mætti samskiptum þjóðanna í eðlilegt horf. Tíma yfirlýsinga væri liðinn og tími athafna runninn upp. „Okkar afstaða er mjög einfööld. Við erum reiðubúnir til að ræða öll málefni án undantekninga en með þeim skilyrðum að þær viðræður verði heiðarlegar, með staðreyndir á borðinu og byggi að sjálfsögðu á gagnkvæmri virðingu,“ sagði Sergei Lavrov.
Norðurslóðir Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Bandaríkin Rússland Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels